Íslenska Blöðruhagkerfið

arnipall.jpgÁstæðan fyrir því hvernig íslenska hagkerfið blés út voru aðallega 2. Bankarnir fóru að lána kvótakóngum peninga gegn veði í kvótanum og að teknar voru upp reikningsskilareglur sem leyfðu fyrirtækjum og lögaðilum að færa óefnisleg gæði til eignar, svokallaða viðskiptavild. Afleiðingarnar eru þekktar.  En hefur verið dreginn einhver lærdómur af þessu?  Ekki er svo að sjá. Ennþá eru menn að veðsetja kvóta og ennþá eru bæjarfélög að falsa eigin efnahagsreikninga með því að færa óbyggt byggingarland sem eignir í bókhaldið.  Er ekki kominn tími til að breyta reiknings skilareglum og ákæra helstu endurskoðendur fyrir hlutdeild í efnahagsbrotum? Sú málamyndaendurreisn sem hér hefur verið unnið að er eins og að gefa magnyl við magasári eða setja plástur á fótbrot.  En hvers er svo sem að vænta þegar alger fáviti er látinn bera ábyrgð á þessum málum í ríkisstjórninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband