Forsetaræði

Í fyrra þega ég var að velta mér upp úr nauðsynlegum stjórnarskrár breytingum, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ein mikilvægasta breytingin sem þyrfti að gera hér væri að taka upp forsetaræði að Bandarískri fyrirmynd. sjá hér  Ísland er lýðveldi og þessvegna á æðsti embættismaðurinn að vera forseti og stýra framkvæmdavaldinu. Ástæðan fyrir núverandi skipan mála er einfaldlega vegna þess að stjórnarskráin okkar er sniðin að dönskum lögum. Núna við fyrstu alvöru endurskoðunina þá er engin ástæða til að viðhalda hér danskri konungsskipan.Kostir forsetaræðis eru margir. En þessir helstir.

  1. Einföldun og skilvirkni eykst.
  2. Ábyrgð verður skýr.
  3. Þingið öðlast meira sjálfstæði

Núverandi stjórnskipun er gersamlega ónýt. Hér fá fagráðherrar frjálsar hendur og enginn ber ábyrgð á klúðrinu sem fagráðherrar gerast sekir um. Og svo hin geigvænlega sóun ríkisfjár sem er líka afleiðing ráðherraræðisins. Þetta nýja frumvarp til breytinga á Stjórnarráði Íslands er gagnslaust ef ekki verður gerð breyting á hlutverki og stöðu forsetans.  Íbúafjöldinn á Íslandi er á við starfsmannafjöldann hjá General Motors. Við þurfum ekki svona mikla yfirbyggingu. Við höfum ekki efni á svona mikilli yfirbyggingu. 

Þar fyrir utan þá eru núverandi kosningalög með þeim hætti að við vitum aldrei hverja við erum að kjósa til Alþingis eða hverjir mynda stjórn. Beint lýðræði felst í að kjósa forsetann beint. Þá fær fólk þann einstakling sem það treystir til að stýra þessu fámenna þjóðfélagi.  Það er fyrsta skrefið að sátt í þjóðfélaginu.

p.s.  Til að taka af öll tvímæli þá er ég að tala um forsetaembættið. Ekki þann einstakling sem nú gegnir því. Enda var hann kosinn á allt öðrum forsendum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband