Málþófið er merki um minna en meðalgreind

Það er erfitt að sjá tilgang þingmanna stjórnarandstöðunnar með þessum málfundaræfingum sem við verðum vitni að nánast hvern einasta dag sem fundað er á Alþingi. Þetta segi ég þrátt fyrir að mér finnist lítið vit í flestu sem meirihlutinn er að gera. En þetta er sú stjórnskipun sem við byggjum á. Meirihlutinn ræður og þá skiptir einu hvort hlutföllin eru 32:31 eða 45:18.

Varðandi frumvarp forsætisráðherra um Stjórnarráð Íslands, þá liggur fyrir í hverju ágreiningurinn liggur en sá ágreiningur er ekki afsökun fyrir að tefja þingstörf. Ég hlustaði á nokkrar ræður stjórnarandstöðuþingmanna í morgun og það kom ekkert nýtt fram, bara endalausar endurtekningar á sömu gagnrýni og fram hefur komið áður. Gagnrýni sem er réttmæt en skiptir samt engu máli því ríkisstjórnin telur sig hafa þingmeirihluta fyrir þessu máli og þá ber að hlíta því.  Seinna má svo breyta þessum lögum eða afnema þau ef vilji stendur til en það er bara seinni tíma ákvörðun.

Og eins þykir mér hlálegt þetta væl um hver stjórni þinginu. Þessi ríkisstjórn er ekki að gera annað en fjórflokkurinn hefur tíðkað í áratugi með þegjandi samþykki allra, að forseti Alþingis er ígildi ráðherra og þar með hefur framkvæmdavaldið tekið yfir stjórn þingsins í raun. Þessu verður varla breytt á meðan ráðherrar koma úr röðum þingmanna. 


mbl.is Ekki samboðið Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég væri alveg til í nokkra geðsjúklinga.  Þeir geta verið frumlegir og skemmtilegir.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2011 kl. 17:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki treysti ég mér í þær rökræður, Ásgrímur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.9.2011 kl. 19:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

"Annað veifið heyrast þær raddir að banna eigi þingmönnum að hafa langt mál um slík mál. Það væri mikið óráð. Eða vilja menn virkilega að kæfa stjórnmálaumræðu í landinu? Þöggun á þingi myndi vera skref í þá átt."

Ögmundur Jónasson, 2007 (þá í stjórnarandstöðu)

Geir Ágústsson, 3.12.2011 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband