Það vantar húmor í stjórnmálastéttina

Þetta eru svo húmorslaus kvikindi að ég er eiginlega hættur að ergja mig yfir því sem þau segja og gera. Bít bara á jaxlinn og vona að það verði kosningar sem fyrst

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þannig að þú átt von á auknum húmor eftir þær kosningar. Má ég gerast svo djarfur að inna eftir því hjá hvaða flokk eða flokkum sá húmor á heima hjá ?

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 20:15

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hilmar, ég veit ekki um þig en mér finnast stjórnmálin hjá fjórflokknum ekki snúast um hugmyndafræði heldur persónulegt hatur.  þegar búið verður að hreinsa út fulltrúa hrunsins í flokkunum og á þingi þá er von um að við getum aftur farið að snúa okkur að pólitík. Og pólitík á að vera skemmtileg í bland alveg eins og lífið sjálft

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.9.2011 kl. 21:43

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Alveg sammála því að pólitíkin eigi að vera skemmtileg í bland Jóhannes. Og vissulega þarf að sópa út fulltrúum hrunsins. En hvernig ?

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 21:46

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrst og fremst með lýðræðisumbótum. En þær fást með stjórnarskrábreytingunum sem liggja nú fyrir. Tvennar kosningar í viðbót og þingliðið ætti að vera búið að hreinsa sig. Og taktu eftir að fulltrúar hrunsins eru í öllum flokkum. Steingrímur og Ögmundur og allir þessir atvinnuþrefarar bera líka ábyrgð með því að hafa átt þátt í að móta þetta spillta samfélag sérhagsmunanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.9.2011 kl. 21:56

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Til þess að staðsetja okkur rétt á ný og halda reisn, byrjum við áþví að gera upp við þá sem innleiddu óðafrjálshyggjun, spillingun og klíkuskapinn.

Hverjir eru það ? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.

Núverandi stjórn liggur afskaplega vel við höggi í því óöfundsverðahlutverki sem hún er í, en innan hennar er reyndar einstklingur sem getur ekki firrt sig ábyrgð.

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 22:02

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Alveg rétt. hvernig stjórnarflokkarnir afgreiddu Atlaskýrsluna segir allt sem segja þarf um samtryggingu fjórflokksins.  Þess vegna átti aldrei að leggja upp með hefndaraðgerðir. það átti að fara sömu leið og gert var í Suður-Afríku, enda eigum við miklu meira sameiginlegt með afríkumönnum heldur en við erum tilbúin að viðurkenna. Kannski er enn ráðrúm til að koma á fót sátta og sannleiksnefnd, ég bara veit það ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.9.2011 kl. 22:10

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Það kemur að því Jóhannes, en djö er ég hræddur um að ýmsir dramatískir hlutir eigi eftir að ske áður en að því kemur..

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband