Tilfinningaklámhundurinn Sölvi

Solvi_Tryggvason_2004Tilfinningaklám fyllir nú alla fjölmiðla og virðist sem sérstök keppni sé í gangi milli RÚV, Skjásins og DV, um hylli þeirra sem þrífast á slíkri lágkúru. Ekki höfðar þetta efni til mín og til að mynda þá horfði ég ekki á viðtalið við Guðrúnu Ebbu. Ég vissi alveg á hverju var von frá slepjunni honum Þórhalli Gunnarssyni.  Og svo er það DV, sem hefur löngum tileinkað sér að höfða til tilfinninga frekar en skynsemi lesenda sinna. Facebook tengingin sannar þetta. Þar birtast yfirleitt ofsafengin viðbrögð frá tilfinningalega óstöðugu fólki. Svona gengur ekki til lengdar og þótt áhorf eða lestur aukist tímabundið þá dregur úr trúverðugleika til lengri tíma litið.  En víkjum þá að konungi lágkúrunnar í íslenskri fjölmiðlun,  Sölva Tryggvasyni. Sá drengur er búinn að vera í fullu starfi í 3 ár við að segja áhorfendum Skjásins slúðursögur sem engin leið er að sannreyna. Um einkamál manna sem gjarna hafa farið halloka í lífsbaráttunni og eru fengnir til að segja sínar sögur. Sögur sem hvorki er hægt að staðfesta eða neita. Enda hefur sú tegund fjölmiðlunar löngum verið kennd við skúrkinn Richard Nixon. Það getur vel verið að Sölvi álíti sig frábæran spjallþáttastjórnanda en ég spyr, "Hvaða erindi á svona fjölmiðlun við almenning?"  Eru engar óskrifaðar reglur til sem mönnum er ætlað að fara eftir?  Við lifum alvörutíma í sögu þjóðarinnar og þess vegna eiga fjölmiðlar að axla ábyrgð og vera ekki að hálfvitavæða þjóðina með svona tilfinningaklámi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband