Sjósókn minnkar en eftirlit eykst.

Nýtt varðskip og nýjar þyrlur er í takt við annað hjá þessari voluðu þjóð þar sem sífellt fleiri hafa eftirlit með sífellt færri.  Vegna vitfirringslegrar kvótastýringar hefur sjósókn minnkað um helming frá því sem var fyrir 20 árum en samt er verið að efla eftirlit bæði til sjós og lands.  2 ný varðskip á síðustu árum er glannaleg fjárfesting hjá þjóð sem er tæknilega gjaldþrota vegna þess að hér er rekin sjálfseyðingarstefna í fiskveiðistýringu. Ég spái því að þetta nýja varðskip stoppi ekki lengi hér við land heldur verði leigt til eftirlits á ESB svæðinu eins og gert var með Tý sællar minningar.  Ég veit ekki hvort nú sé tilefni til einhverra fagnaðarláta í tilefni heimkomu hins nýja skips en þó er rétt að óska áhöfninni til hamingju með nýtt og fullkomið herskipLoL
mbl.is Þór kominn til Vestmannaeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 26.10.2011 kl. 16:50

2 identicon

Ég held að það hafi farið fram hjá okkur hinum að fjárfest hafi verið í 2 nýjum skipum á síðustu árum. Síðasta varðskip kom árið 1973, þannig það er nú rúmur hálfur mannsaldur síðan nýtt varðskip kom hingað til lands. Hið rétta er að Þór er eina nýja skipið í pípunum hjá Landhelgisgæslunni.

Þar fyrir utan er skip vopnað einni lítilli fallbyssu tæplega „fullkomið herskip“. Koma þessa björgunar- og varðskips er jákvæð fyrir landsbyggðina og sjómenn, þrátt fyrir að krúttkynsóðin í Reykjavík kunni að hafa þessa fjárfestingu á hornum sér.

Spekingurinn (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 17:31

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Spekingurinn hér að ofan er nú ekki mikill spekingur fyrst hann skilur ekki gagnrýnina í færslunni. Málið er að milljarðafjárfestingar liggja ónotaðar vegna þess að það er ekki rekstrarkostnaður fyrir útgerðinni. þetta á bæði við um Gæsluna og Hafró. Geiri á Guggunni sagði alltaf að ekki þyrfti að hvíla stálið enda voru úthaldsdagar á Guggunni sjaldan undir 330 á ári meðan ég réri á því skipi. Og hvað gagnar það landsbyggðinni að eiga skip og þyrlu ef ekki er hægt að reka þau? Hvenær var þyrlukostur LHG síðast notaður í þágu sjómanna á landsbyggðinni og hvað ef hér hefði orðið sjóskaði á meðan Týr var í leigu hjá ESB í sumar. Það er ekki nóg að slá um sig með slagorðum eins og krúttkynslóð ef ekkert styður þá notkun. Aðalsteinn skildi færsluna enda erum við engir spekingar, bara ósköp venjulegir sjómenn sem höldum með landsbyggðinni en erum ekki á móti

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.10.2011 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband