Forsetaembættið er orðið pólitískt

ólafur ragnar

Ég held að enginn geti neitað því að framganga Ólafs Ragnars í embætti forseta Íslands, hefur mótað þetta embætti til framtíðar.  Hér eftir munu allir spyrja væntanlega frambjóðendur um afstöðu þeirra til pólitískra afskipta forsetaembættisins. Við munum svo taka afstöðu , sem byggir á mati á hvaða frambjóðandi muni best fylla út í ímynd Ólafs Ragnars.  Þetta er sá veruleiki sem blasir við. Hvort sem okkur líkar betur eða verr og þrátt fyrir álitshnekki stjórnmálanna þá verður næsti forseti valinn af flokkunum en ekki almenningi.  Enda hafa spunamenn Samfylkingar hafist handa við leitina að eftirmanni Ólafs.  Því tilhugsunin um 4 ár í viðbót með Ólaf sem forseta hugnast þeim ekki. Hann er hinn stóri fleinn sem þau trúa að muni koma í veg fyrir inngöngu Íslands í ESB.  Næsti forseti verður að vera hlynntur ESB aðild og þess vegna hefur nafn Salvarar Nordal verið nefnt.  En dugir það til?  Er ekki líklegra miðað við stemninguna að sá frambjóðandi sem er andvígur aðild að ESB verði kosinn?  Þrátt fyrir að vera kannski sá verðleikaminnsti.  En svona er pólitíkin.  Þeir komast lengst sem hafa minnstu verðleikana!

Ólafur Ragnar dyrfðist að velta upp breyttu hlutverki forsetaembættisins í tillögum Stjórnlagaráðs og það varð allt vitlaust á þingi og menn gengu út undir ræðu hans.  Síðan birtust harðorðar yfirlýsingar frá þessum sömu mönnum vegna ræðunnar, sem þeir hlustuðu ekki á!  Við þurfum samt að taka þessa umræðu núna og það var auðvitað rétt hjá Ólafi að benda þingmönnum á nauðsyn þess að taka stjórnarskrárdrögin til umræðu og afgreiðslu fyrir vorið. Núna verða kannski Alþingiskosningar strax eftir áramót og öll þessi stóru mál órædd og óafgreidd.  það er ekki nógu gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband