2.12.2011 | 00:27
Las Jóhanna bloggið mitt?
Um daginn bloggaði ég um Árna Pál og hneykslaðist á veru hans í Samfylkingunni og nú stendur til að reka hann úr ríkisstjórninni. Í fyrradag bloggaði ég svo um Lárus Welding, og daginn eftir var hann handtekinn. Nú er ég að hugsa um að bjóða mönnum að kaupa sig undan umfjöllun. Ef einhver vill borga mér 300 milljónir fyrir að hætta að blogga þá stendur ekki á mér
Árni Páll sagður vera á útleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Athugasemdir
Hvað tekuru fyrir að blogga um eftirfarandi:
Að allir útrásavíkingarnir hafi verið handteknir.
Að allar skuldir tengdar hruninu hafi verið afskifaðar.
Að Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi sagt af sér.
held þú myndir fá vænar flúgur frá almenning ef þú bloggaðir um þetta, og það kæmi fram :p
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 06:37
Nú ertu búinn að blogga um Jóhönnu og ég þakka af kærlega fyrir það. Það var ekki seinna vænna.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 07:55
Hvað segiði um þessa:
Nú er feigðarförin slík
að fylgið allt er löngu farið
en hanna Jó er heimarík
og húsfólkið er áfram barið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2011 kl. 14:22
Sjaldan ef aldrei hefur setningin "Farið hefur fé betra" átt betur við en í þessu tilfelli :)
Guðmundur Pétursson, 2.12.2011 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.