Eftir á að hrygna

Smá hrekkur í garð lesblindra. Þessi pistill fjallar um loðnuveiðarnar, sem nú eru á síðustu metrunum.  Enda loðnan, sem sloppið hefur undan flotanum, komin á steypirinn og búist við að hún fari að stinga sér á botn Faxaflóa og Breiðafjarðar til hrygningar hvað úr hverju. En hversu áreiðanlegar eru þessar mælingar Hafrannsóknarstofnunar?  Hvað verða það tonn, sem ná því að hrygna þetta árið?  Og hve stór hluti seiðanna sleppur undan þorskinum, síldinni, ýsunni, makrílnum og hvölunum á leið sinni til þroska?

Ég er einn af þeim, sem finnst þessar skefjalausu veiðar á hrygningarloðnunni, vera merki um þann grundvallarmisskilning Hafrannsóknarstofnunar, að taka ekki með í reikninginn, að allir þessir afræningjar hafsins, sem við erum að friða til að veiða síðar, þurfa að éta.  Og undirstaða fæðunnar er loðna.  Ég gef ekkert fyrir þau rök, að óhætt sé að veiða loðnu vegna þess að hún drepist hvort sem er eftir hrygningu! 

Það er einmitt stóra málið með veiðarnar núna, að sú loðna sem verið er að veiða nær aldrei að hrygna

Hrognin sem hefðu getað orðið að hundrað þúsund tonna æti fyrir Þorsk og annan nytjafisk lendir í kjaftinum á ríkum Rússum og getulausum Japönum, en ekki í maga nytjastofnanna, sem útflutningstekjur framtíðarinnar þurfa að byggja á. Ég auglýsi eftir ábyrgri fiskveiðistefnu og sjálfbærum veiðum.  Þetta arðrán útgerðarinnar á fiskveiðihlunnindum allra landsmanna þarf að stöðva.  Ekki seinna en í sumar.  Það má bara ekki verða að nýtt fiskveiðistjórnarkerfi verði lögleitt af þessu þingi sem nú situr.  Þetta þing og þessi ríkisstjórn hefur svikið öll loforð um sanngjarna endurskoðun fiskveiðistefnunnar vegna þess að þingmenn hafa ekki skilning á viðfangsefninu eins og margoft hefur komið fram í ræðu og riti.

Og þegar við höfum svona stjórnvöld sem eru bara peð á taflborði hagsmunasamtaka og fjármagnseigenda þá er það ómetanlegur kostur að hafa forseta sem veitt getur raunverulegt mótvægi þegar stjórnvöld vilja lögfesta gjafagerninginn til útgerðarinnar.  Því það er það sem Steingrímur vinnur nú að.  En það mega stjórnvöld og reyndar allur fjórflokkurinn vita að slík lagasetning mun aldrei verða samþykkt meðan Ólafur Ragnar situr á Bessastöðum í umboði þjóðarinnar.  Það voru meðal annars þau skilaboð, sem hann sendi með ávarpinu, sem stjórnmálastéttin þóttist ekki skilja. En skildi samt betur en flestir. Og það var vegna þessara skilaboða, sem öll reiðin gaus upp af endurnýjuðum krafti. Reiðin gegn þessum fyrrum samherja, sem rassskellti þá ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar í sama málinu.  Icesave ólögunum, sem hefðu verið búin að kosta okkur 60-70 milljarða í óafturkræfum vöxtum ef forsetinn hefði ekki beitt 26. greininni og þjóðin tekið í taumana. Við skulum ekki gleyma hvað hangir á spýtunni þegar ófrægingarherferðin hefst fyrir alvöru. Þá mun kannski verða til skjaldborg, en það verður skjaldborg um forsetann en ekki þessa svikulu óheillastjórn, sem rændi hér völdum í skjóli andlegs áfalls þjóðarinnar vorið 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kannski þurfum við að snúa þjóðsöngnum uppá loðnuna til að fá menn til að hugsa. Inntakið gæti þá hljómað eitthvað á þessa leið sungið á öllum betri íþróttakappleikjum....

Ein eilífðar loðna  með útbelgdan kvið sem fær ekki að hrygna en deyr....
Ísland ekki meir
Ísland ekki meir
ekki meir, ekki meir
Ísland þeir eiga ekki meir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2012 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband