Bara tilviljun?

Undanfarið hafa dunið á öllum landsmönnum mjög markviss áróður frá LÍÚ um mikilvægi þess að breyta engu í íslenska gjafakvótakerfinu.  Þessar auglýsingar kosta milljónir á dag og eru örugglega kostaðar af LÍÚ en ekki þeim leppum mörgum hverjum hvers nafn er oft sett undir þessar auglýsingar.  Er þar látið líta út fyrir að um breiðan stuðning við kvótakallana sé að ræða út í samfélaginu. Þessi stuðningur er eingöngu stuðningur við handhafa veiðiréttarins en ekki þá útgerðarmenn sem fengu réttindin gefin í upphafi og eiga þau enn að mestu leyti eins og stórútgerðirnar sem öllu ráða hér.  þannig er um þvingaðan stuðning að ræða en ekki frjálsan.  Þjónustufyrirtæki og sveitarfélög eru háð þessum stórútgerðum, LÍÚ mafíunnar um lífsafkomu og þora ekki annað en mjálma með í grátkórnum þegar farið er fram á það.

Prófessor Ragnar Árnason var fyrir stuttu sakaður um að vera í þjónustu útgerðarinnar við að dásama kosti gjafakvótakerfisins. Ragnar brást þá reiður við og höfðaði mál á hendur Þór Saari.  Sakaði hann um að vega að æru sinni og krafðist miskabóta. Núna birtist hér grein í Morgunblaðinu til stuðnings við óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjónar beint undir hagsmuni kvótagreifanna og maður spyr sig hvort um tilviljun sé að ræða eða lið í þeim massiva áróðri, sem á okkur dynur og er kostaður úr djúpum vösum stórútgerðarinnar. Ef prófessor Ragnar Árnason er bara að skrifa grein vegna þess að hann hefur almennan áhuga á málinu þá er það í meira lagi heppileg tilviljun þessi tímasetning hjá prófessornum.  Því þessi grein getur á engan hátt flokkast sem fræðigrein. Enda Morgunblaðið ekki vettvangur til að birta rýndar fræðigreinar í. En þessi botnlausi áróður er jafn hvimleiður og hann er rangur því gamalt máltæki segir að svo megi deigt járn brýna að bíti og það á við um áróður háskólamanna til stuðnings gjafakvótakerfinu, bæði þess sem er á beinum launum við það, Helga Áss Grétarssyni og hinna sem eru á óbeinum styrkjum.  Þessi vinnubrögð eru Háskóla Íslands til skammar.  Enda eiga ekki lögfræðingar og fiskidelluhagfræðingar að stjórna umræðunni um fiskveiðikerfið.  Það eiga landsmenn allir að gera byggt á réttum upplýsingum um ástand fiskstofna en ekki einhverri uppdiktaðri aflareglu sem er bara reikniformúla í exelskjali sem styðst ekki við raunveruleikann frekar en aðrar reikniformúlur hagfræðinnar. Það er löngu kominn tími á að hagfræðingar, sem trúað hafa dellukenningum í blindni á liðnum árum,  hvort sem um ræðir stjórnun efnahagsmála eða fiskveiða, viðurkenni að þeir hafi kannski farið offari í ráðgjöf sinni við stjórnvöld og það eigi og megi gagnrýna þeirra kenningar og niðurstöður.  það getur ekki verið rétt að fylgja sömu ráðgjöf eftir hrun og fyrir hrun!


mbl.is Ragnar Árnason: Sjávarútvegurinn og samkeppnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og ef við byggjum í alvöru þjóðfélagi með alvöru stjórnvöld þá væri löngu búið að krefjast rannsóknar á vinnubrögðum ICES og hvernig að það gat gerst að aflareglukenningin var viðurkennd se, grundvöllur vísindalegrar ráðgjafar.  Það var í meira lagi furðuleg niðurstaða þessarar stofnunar sem ber ábyrgð á fiskveiðiráðgjöf á öllu Norður Atlantshafi. Stofnun sem mælir með niðurskurði í veiðum á stofni eins og markríl sem þeir samt viðurkenna að stækki um fleiri hundruð þúsund tonn á ári!!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband