Um feminisma og kynjakvóta

Ég er jafnréttissinni en ekki feministi.  Jafnréttissinnar vilja, að bæði kynin hafi jafnan rétt.  Rétt sem byggi á hæfileikum fólks og gáfum, fremur en þjóðfélagsstöðu, fjármunum eða kyni. Feministar, sem spruttu upp í kjölfar kvennabyltingarinnar hafa hins vegar varpað jafnréttinu fyrir róða og berjast nú hatrammlega fyrir forréttindum, sem eingöngu byggir á því að kvenfólk þurfi að njóta sérstakra forréttinda vegna þess að þær eru svo óheppnar að fæðast í kvenmannslíkama. Lesbíur eru fyrirferðamiklar í þessum hópi.

Áhrif feminista má sjá víða. Í uppeldis og skólamálum og í stjórnmálum fara áhrif þeirra vaxandi.  Þetta hefur ekki skilað okkur betra þjóðfélagi.  Þvert á móti hefur þetta auðveldað hæfileikalitlu kvenfólki að komast til áhrifa, sem eru ekki endilega til góðs fyrir þjóðfélagið.  Kynjakvótar og fléttulistar eru dæmi um verkfæri sem feministar hafa smíðað og notað í þessum tilgangi.  Slæm áhrif fléttulista sjáum við greinilega á Alþingi. Þar hefur konum fjölgað mjög á sama tíma og orðræðan og gæði lagasetningar hefur versnað að mun. Skyldi vera einhver tengsl þar á milli?  Í stjórnsýslunni hefur líka markvisst verið unnið að því að fjölga kvenkynsstjórnendum án þess að gæði þjónustunnar hafi batnað nema síður sé.  Konur ráða Jafnréttisstofu,  Umferðastofu, Fjármálaeftirliti og kona er Umboðsmaður Skuldara.  Svona mætti lengi telja.

En lögin um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja toppa þó vitleysuna ef það var hægt.  Ég er þeirrar skoðunar að kynjaójafnvægið sem við sjáum eigi sér þá eðlilegu skýringu að kvenfólk tekur ekki að sér stjórnarsetu í fyrirtækjum nema að hafa til þess þekkingu og færni.  Öfugt við karlana sem finnst ekkert athugavert við að taka sæti í stjórnum fyrirtækja sem fást við verkefni sem þeir hafa ekki hundsvit á.  Átakanlegasta dæmið um þetta eru stjórnir bankanna. En halda menn virkilega að þótt sett verði lög um jafnan kynjakvóta, að þá aukist fjöldi þeirra kvenna sem geta og vilja?  Auðvitað gerist það ekki.  Það sem hins vegar gerist er að fjöldi kvenna sem getur ekki mun fylla þennan kvóta.  Þær sem eru hæfar munu áfram standa í skugganum vegna þess að þær telja sig ekki nógu færar.  Það er þetta sem þarf að laga.  Það þarf að byggja upp sjálfstraust kvenna svo þær þurfi ekki að gerast feministar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband