Launaskrið óhjákvæmilegt hjá opinberum starfsmönnum

Í kjölfar rausnarlegrar launahækkunar forstjóra Landspítalans má Velferðarráðherra svo og ríkisstjórnin öll búast við háværum kröfum annarra ríkisforstjóra um sömu launahækkun sér til handa.  Og það mun síðan valda samsvarandi launaskriði hjá öllum opinberum starfsmönnum bæði hjá ríki og sveitarfélögum.  Ekki er ég viss um að Guðbjartur hafi ígrundað afleiðingar þessarar skyndiákvörðunar og betur hefði hann leitað samráðs áður en hann gerði þessi mistök.  Við gerum kröfu um að ráðamenn okkar hafi sæmilega dómgreind og kunni að beita henni. Þess vegna þurfa ráðherrar sem brjóta lög að axla þá pólitísku ábyrgð að segja af sér embættum þegar svona mál koma upp.  Ráðherrar sem og aðrir embættis og stjórnmálamenn eiga að fara eftir þeim reglum sem þeir sjálfir hafa sett og ekkert múður og útúrsnúninga með það.  Það er löngu orðið brýnt að stjórnvöld fari að sýna þjóðinni þá virðingu sem hún á skilið.

Hvort Björn Zoega eigi ekki skilið hærri laun kemur málinu bara ekkert við.  Það er ekki í  verkahring Guðbjarts Hannessonar að ákveða laun hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband