19.9.2012 | 02:50
Alþingisvaktin
Ég er einn af þeim sem finnst lítið til um nafnlaus níðskrif á netinu. Gildir þá einu, hvort um uppdiktaðar persónur í athugasemdakerfum eða nafnlausar vefsíður er að ræða. Alþingisvaktin er ein af þessum huldusíðum þar sem vegið er úr launsátri að alþingismönnum þjóðarinnar. Þessir aumingjar, sem standa að þessum skrifum halda sennilega að þau /þær eða þeir, séu að beita sér til gagns, en svo er ekki. Þeir sem ekki þora að skrifa um stjórnmál undir nafni, eiga að þegja. Og þeir sem hæðast að öðrum fyrir mismæli og ranga notkun orðatiltækja, eiga náttúrulega ekki að gera sig sek um sömu vanþekkinguna. Eða kannast einhver við orðatiltækið; "Að gefa að e-u skóna" ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.