Hvað þolir Guðbjartur mikinn þrýsting?

 Það fór eins og ég spáði um afleiðingar launahækkunar til Björns Zoega. Allt upp í loft á Landsspítalanum og stöðugt berast nýjar frásagnir af alvarlegum afleiðingum af gerræðislegum niðurskurði forstjórans.  Ég hef svo sem ekki mikið álit á gagnsemi landlæknisembættisins, en á hann ekki að fylgjast með að ekki sé gengið of langt í skerðingu á heilbrigðisþjónustunni sem veitt hefur verið hingað til á sjúkrahúsunum sem heyra undir Landspítalann?  Ætti ekki forstjórinn frekar að standa gegn niðurskurðinum og reyna að koma vitinu fyrir stjórnvöld?  Var ekki ástæðan fyrir brotthvarfi forvera hans úr starfi, að henni fannst of hart gengið fram í niðurskurðinum og vildi þess vegna ekki bera ábyrgð á afleiðingunum?  En Björn Zoega er greinilega af öðru kaliber. Hann er af sömu manngerð og bankastjórarnir sem vilja ekki að kollegarnir líti niður á þá vegna lágra launa. 

 Og hvernig stendur á því að forstjóri Landsspítalans skuli vera helsti talsmaður þess að reisa nýjan spítala fyrir hundruð milljarða á sama tíma og starfsfólk og sjúklingar er hrakið burtu og hvorki er til fjármagn fyrir lyfjum né læknistækjum. Og hafa verið metin áhrif þeirrar mengunar sem framkvæmd af þessari stærðargráðu hefur á sjúklingana og íbúa nágrennisins.  Þar verður bæði um gífurlega hávaðamengun og loftmengun að ræða.  En mönnum er víst skítsama um það.  En það eru margir sem vita hve lýjandi svona hávaði er.  Og við erum að tala um framkvæmdir upp á nokkur ár!

 Nú þarf Guðbjartur að fara sömu leið og flokksbróðir hans, Björgvin Guðni gerði þegar hann rak Jónas Fr. Jónsson áður en hann yfirgaf ráðherrastólinn.  Nú á Guðbjartur að reka Björn Zoega og sjálfan sig á eftir svo friður komist á að nýju.  Og þegar nýr forstjóri verður ráðinn á að gera það á faglegum grunni en ekki ráða hlýðinn rakka, sem er tilbúinn að ganga lengst í þjónkun við ráðherrann.

 Næsti forstjóri þarf að þora að standa með sínu fólki og skjólstæðingum Landsspítalans.  Hann mætti gjarnan leggja til sparnað annars staðar á móti kostnaði við að reka mannsæmandi heilbrigðisþjónustu fyrir veikt fólk.  Til dæmis er hægt að spara milljarða með því að taka til í ferða og risnukostnaði opinberra starfsmanna. Eins mætti leggja niður vitagagnslausar stofnanir eins og Landlæknisembættið og Matvælastofnun og leggja niður beingreiðslur til bænda.  Það er hægt að gera hlutina öðruvísi en það þarf nýtt fólk með nýja hugsun.  Gefum Guðbjarti og Birni frí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Guðbjartur er sprunginn og úr honum lekur gorinn eins og ný fréttatilkynning ber vott um og lesa má hér.  Ömurlegur stjórnmálamaður sem full þörf er að losna við

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.9.2012 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband