Bara ef það hentar þeim

Friðrik J. Arngrímsson fer mikinn í áróðri sínum fyrir stórútgerðina um þessar mundir. Tilefnin eru mörg en málflutningurinn samt einn.  Fríðrik ver með kjafti og klóm hagsmuni Samherja, Granda, Ísfélagsins og Síldarvinnslunnar, en skeytir lítt um hagsmuni þjóðarinnar. Stórútgerðin sem sölsaði undir sig allar veiðar á staðbundnum fiskstofnum í íslenskri landhelgi, hefur aldrei viðurkennt að stofnmat Hafró, sem er grundvöllur takmarkana á sókn og þar með hin heilaga réttlæting fyrir tilvist kvótakerfisins, sé eða geti verið röng.

En þegar um stofnmat á stærð makrílstofnsins er að ræða þá, þá nota þessir menn sömu rök og við sem gagnrýnum Hafró og þeirra stofnmat.  Þeir benda á fölsun á aflaskýrslum, framhjálandanir og brottkast máli sínu til stuðnings.  Af hverju prófar ekki Friðrik að skipta út orðinu makríll og setja inn þorskur á Íslandsmiðum í staðinn og taka svo út útgerðarmenn í Skotlandi, Írlandi og Noregi og setja inn íslenskir kvótaeigendur?  

Við vitum að á Íslandi voru aflaupplýsingar gróflega falsaðar sem hefur skekkt mat vísindamanna á stofnstærð þorsksins. Ég er sannfærður um að þorskstofninn er umtalsvert stærri en talið hefur verið. Það leiðir beint af því að uppgefnar tölur um aflamagn, sem vísindamenn byggja á, sýndu aðeins hluta þess afla sem veiddur var. Þegar svo háttar til fæst of lágt stofnmat. Íslenskir vísindamenn þurfa að taka frumkvæðið í því að finna raunverulega stofnstærð þorsksins að teknu tilliti til þessa

Ef útgerðarmenn vilja vera marktækir þá verða þeir að vera sjálfum sér samkvæmir.  Ekki bara segja það sem hentar og hljómar betur í áróðursstríðinu. 

  • Þjóðin vill breytingar á kerfinu en útgerðarmenn vilja breytingar á hlutaskiptakerfinu - Bara af því það hentar þeim
  • Þjóðin vill að rentan af veiðunum fari í sameiginlegan sjóð en útgerðarmenn vilja að rentan fari í þeirra eigin sjóði - Bara af því það hentar þeim
  • Þjóðin vill að hér fái fleiri að veiða meira magn en útgerðarmenn vilja engar breytingar - Bara af því það hentar þeim

Ég legg til að LÍÚ fái sér annan framkvæmdastjóra og talsmann.  LÍÚ á ekki fiskinn í sjónum og ráðstöfun aflans er ekki einkamál útgerðarmanna.  Þar verður að taka jafnt tillit til allra sem hagsmuna hafa að gæta en ekki bara þess aðilans sem sölsaði undir sig veiðiréttinn með hjálp spilltra alþingis og embættismanna.


mbl.is Stærð makrílstofnsins verður að endurmeta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband