Siðbót Marðar Árnasonar

Mörður Árnason, Samfylkingarþingmaður, sem hyggur á endurkjör, heldur að siðbótin felist í því að afhenda kaleikinn öðrum.  Þetta er siðlaus afstaða.  Ég hélt að siðbótin væri fólgin í því að hella úr helvítis kaleiknum.  Kjararáð hefur sýnt í gegnum árin að þar fer fólk, sem svífst einskis í þjónkun við valdastéttina.  Þau hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar úrskurðað um launahækkanir sem eru í engu samhengi við kjör hins almenna launamanns.  Þegar laun eru farin að telja í hundruðum þúsunda þá þarf að afnema allar sjálfvirkar prósentuhækkanir.  Að mánaðarlaun Alþingismanna og ráðherra skuli hafa hækkað um, sem nemur heildarmánaðarlaunum manns, sem vinnur á plani undanfarin 3 ár er siðleysi en ekki siðbót herra Mörður Árnason.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband