22.2.2013 | 17:12
Rumpulýður
Á þingi sitja sextán grey
Sjálfstæðis í flokki
Sitt á boða brutu fley
og Birgir enn í sjokki
Glitni átti ágjarnt lið
í augum hafði glýju
Ávaxta réð ekki við
Illugi, Sjóð 9
Skarð er fyrir skildi fleinn
úr skaftinu er hrokkinn
Grandalaus má Gulli einn
gjalda fyrir flokkinn
Aðeins sá sem eitthvað á
er þeim einhvers virði
Blöndal lúinn leita má
að lausu fé með hirði
Á fjórða ári flokkurinn
fann að lokum spyrnu
er Ólöf lætur lykil sinn
í lófa Hönnu Birnu
Engin lausn að banna verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mannstu máski loforð Hönnu
Manstu hennar ellihvörf
Teflon mikið þeirri á pönnu
gleymst þar þrjátíu þúsund störf
Manstu orðin gamla Grímsa
Mannstu ræðu upp þann ref
Gleymdist bókfærð færslan ýmsa
Lánaskuldir..SP-Kef.
Grátt er gaman Hallur bitur
Hægri kroppar gullin skjór
Verra er að vinstri situr
Ökkladjúpt í orða-flór
Herra minn hér lýkur máli
grátt þig lék víst vinstra grín
Nú sverfur víst að potta-stáli
þá bylting étur börnin sín.
Óskar Guðmundsson, 22.2.2013 kl. 19:27
Takk fyrir þetta Óskar. Endilega haltu áfram. Æfingin skapar meistarann og allt það. Kjarnyrt gagnrýni, meitluð í 4 línur er orft mun áhrifaríkari en 1000 manna mótmæli.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2013 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.