Skýr skilaboð til Hönnu Birnu varðandi Nupo

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gerði fyrirætlanir kínverska auðmannsins Huangs Nupo, um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, í boði Bæjarstjóra Norðurþings, Bergs Eíasar Ágústssonar, að umtalsefni í 2 pistlum í gær. hér og hér

Þó að Björn beini orðum sínum að Halldóri Jóhannssyni, erindreka og landsölumanni á Akureyri, þá skýtur hann föstum skotum að öllum þeim sem lagt hafa þessari málaleitan lið. Þar ber helst Samfylkingarkonuna og fyrrverandi ráðherra, Katrínu Júlísardóttur en ekki síður kratana Tryggva Harðarson, Hjörleif Sveinbjarnarson og  Samfylkingarfréttastofuna á RUV ohf.

Björn segir:

Skilaboð eru skýr af hálfu íslenskra stjórnvalda, sá sem fer úr einu í annað er Huang Nubo. Hér gerir umboðsmaður hans hríð að stjórnvöldum með aðstoð fjölmiðla sem halda ekki þræði í málinu en í Kína gengur Huang reglulega fram á völlinn til að útmála íslensk stjórnvöld og segja þau ala á Kínahatri.

Þessum kafla í samskiptasögu Kínverja og Íslendinga lýkur ekki nema Huang Nubo og Halldór Jóhannsson hætti að halda lífi í honum. Þeir skilja ekki þegar sagt er nei við þá og taka til við leit að gloppu eða smugu til að Huang geti að minnsta kosti tyllt niður fæti sem eigandi einhvers á Íslandi.

Ef þetta eru ekki skýr skilaboð til Hönnu Birnu, um að hreyfa ekki þessu máli, þá er Björn að gera sig að ómerkingi.  En því hef ég enga trú á.  Þegar Björn kveður svona skýrt að orði, þá er það vegna þess, að flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins hefur tekið ákvörðun. Og Hanna Birna, sem nam reglugerð Ögmundar úr gildi til að liðka fyrir áformum Huangs Nupo, sér sæng sína útreidda og mun ekki aðhafast neitt meir vilji hún halda sæti sínu í þessari ríkisstjórn.

 1) feitletrun mín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sterkir pistlar hjá Birni, enda greindur maður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 19:59

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bæði greindur og vandaður.  Menn eiga að njóta sannmælis þrátt fyrir ólíkar skoðanir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.8.2013 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband