Remember Sif!

Þegar Framsóknarmaður klæðir sig í umhverfisverndunargallann þá er full ástæða til að vera á varðbergi.  Við munum hvernig Sif Friðleifsdóttir fórnaði sínum trúverðugleika og trúverðugleika ráðuneytisins á altari flokkshagsmuna og eiginhagsmuna Halldórs Ásgrímssonar. Skömm hennar mun uppi jafn lengi og íbúar á Austurlandi eru að kljást við afleiðingar þeirrar virkjunar sem Sif ber aðalábyrgð á með gerræðislegum valdhroka sem umhverfisráðherra.

Nú hefur annar Framsóknarmaður sest í stól umhverfisráðherra og þjóðin er skíthrædd.  Hvaða umhverfisspjöll er nú verið að plotta um?  Margir kostir eru í boði, bæði í vatnsaflsvirkjunum og gufuvirkjunum en flestir sæta andstöðu vegna umhverfisspjalla.

Þegar Sigurður Ingi býðst til að fórna gufuvirkjun í Bjarnarflagi þá er hann að byggja upp þrýsting um að leyfa virkjun í efri hluta Skjálfandafljóts. Orkustofnun hefur þegar veitt rannsóknarleyfi þrátt fyrir að þessi kostur sé í biðflokki svo menn skulu stilla fagnaðarlátum í hóf varðandi þetta nýjasta útspil Sigurðar Inga.  Það liggur úldinn fiskur undir steini.


mbl.is Bjarnarflagsvirkjun fari í nýtt umhverfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband