Nær að endurskoða samstarf við ICES

Makríldeilan er nátengd fiskveiðiráðgjöf Hafró og þar af leiðandi þætti ICES í þeirri ráðgjöf sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hlíta.  Þetta er munurinn á okkur og Færeyjum.

Steingrímur var tilbúinn til að beygja sig undir vilja ESB og minnka aflahlutdeild Íslendinga í makrílveiðunum eins og hann hafði gert varðandi veiðar úr norsk íslenska síldarstofninum. Það er hin opinbera stefna íslenskra stjórnvalda.

Og nú spyr ég, hafa íslensk stjórnvöld mótað aðra stefnu?. Vilja þau auka hlutdeildina eins og Færeyingar og Grænlendingar eða er bara verið að senda skilaboð til ESB um að við séum hætt í aðlögunarferlinu.  Þetta þarf að koma skýrar fram.  Var fulltrúi ESB kallaður til viðræðu við Gunnar Braga eða var Sigurður Ingi hafður með í ráðum?

Endurskoðun á veiðiráðgjöf Hafró er brýnasta hagsmunamál Íslendinga.  Þessi talnafiskifræði er engin fiskifræði. Og uppdiktuð aflaregla styðst ekki við nein vísindi.  Síðast en ekki síst er ekki hægt að halda fram einum rökum varðandi veiðar á makríl en allt öðrum varðandi veiðar á þorski og botnlægum tegundum.  Allir fiskistofnar eru háðir því æti sem vistkerfi þeirra framleiðir. Það á að vera grundvöllur allrar veiðiráðgjafar en ekki bara þegar um makrílinn er að ræða.

Tvískinnungurinn varðandi íslenska fiskveiðikerfið "BEST 'I HEIMI"  er smám saman að afhjúpast. Fiskstofna er ekki hægt að byggja upp.  Til þess eru allt of stórir umhverfisþættir ráðandi sem við höfum engin áhrif á.  En við getum reynt að halda jafnvægi með því að veiða nógu mikið.  Það hefur ekki verið gert í 30 ár.  Ef stjórnvöld vilja breyta stefnunni varðandi makrílinn verða þau líka að gera það varðandi þorsk og allar aðrar tegundir.  Það verður einfaldlega að veiða meira.  Allur þessi minnkaði sóknarþungi er smám saman að murka lífið úr innviðum þjóðfélagsins.  Samgöngukerfið og heilbrigðiskerfið eru þeir innviðir sem útgerð og fiskvinnsla lagði grundvöll að.  Nú er þetta allt að molna sundur fyrir augunum á okkur.  Allt vegna sérhagsmunagæslu LÍÚ og stjórnmálaflokka sem hafa látið glepjast af vúdúhagfræði kvótasinna.


mbl.is Fulltrúi ESB kallaður á teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband