Pólitík er ígildi holdsveiki

Menn (konur eru líka menn) sem hafa afskipti af pólitík á Íslandi eru ekki öfundsverðir.  Yfirleitt er þetta fólk útskúfað úr þjóðfélaginu og litið hornauga hvar sem það fer og þegar því er hafnað fær það oft ekki störf við sitt hæfi.  Þessu er hægt að breyta með því að breyta flokkunum.  Henda út flokkseigendaklíkunum og auka lýðræðið innan flokkanna.  Pólitík á að vera hugsjónastarf byggt á þjónustu en ekki eiginhagsmunapoti. Það þarf að auka gegnsæi og upplýsingaflæði og láta fólki finnast það skipta máli.  Þetta er svo einfalt en samt svo flókið vegna þess að eiginhagsmunaklíkurnar sem eru búnar að sölsa undir sig Ísland vilja ekki sleppa tökunum.  Það eru þær sem gera pólitíkina holdsveika.

Ólína Þorvarðardóttir fær ekki starf við sitt hæfi vegna þess að hún er pólitískt brennimerkt. Hún hafði tækifæri til að breyta pólitíkinni en í staðinn breytti pólitíkin henni. 

Er eðlilegt að eina leiðin útúr pólitíkinni sé í gegnum pólitískar stöðuveitingar?  Mér finnst það ekki.

Þessu þarf að breyta. Hreinsum hina holdsveiku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband