Afsögn einnar manneskju nægir ekki

Það eru fleiri sem þurfa að taka pokann sinn ef vilji er til að bæta fyrir laskaða ímynd ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar.  Hvað með ráðuneytisstjórann?  Hvað með Sigríði Björk? Og hvað með Bjarna Benediktsson? Allir þessir aðilar bera ábyrgð og eiga að sjá sóma sinn í að taka pokann sinn. Sá skaði sem allur skollaleikur Hönnu Birnu hefur valdið er í raun óbætanlegur. Eða hvernig ætla menn að byggja upp traust á stjórnkerfinu þegar svona er staðið að málum?.  Og það má velta fyrir sér ákvörðun dómara og saksóknara að láta málaferli falla niður þegar augljóst var að játningin var eingöngu knúin fram til að komast hjá að draga fleiri í svaðið.

Núna geta kannski hræddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tjáð sig..eða hvað?


mbl.is „Hefði átt að vera löngu búin að þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband