1.12.2014 | 18:07
Bóksalar hjálpa til við jólabókavalið
Nú vitum við hvað bóksalarnir vilja selja okkur um þessi jól. Áður var bókmenntarýnir Rásar 1 búinn að vara okkur við nokkrum "lélegum" bókum.
Ég hins vegar mun kaupa bókina hennar Guðrúnar Evu Mínervudóttur, þótt hún hafi á hvorugan listann komist. Því ég gef skít í snobb og snakk. Það hlýtur að vara hægt að standa betur að bókakynningum án þess að hefja einn rithöfund á stall með því að rýra annan. Með því að flokka bækur í fagur bókmenntir og þá ljótar bókmenntir.
Í stað íslenzku bóksalaverðlaunanna ættu bóksalar að lækka verð á öllum bókum. Það er óþolandi að hafa keypt jólabók á 5 þúsund í desember og rekast síðan á sömu bók á 2 þúsund á bókamarkaði í febrúar. Það er móðgun við lesendur en einkum við höfundana.
Í ár ætla ég að fresta öllum jólaútgjöldum fram á næsta ár. Þá fær maður hlutina á réttu verði
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.