26.6.2015 | 00:21
Ef pólitík er skák
Ef pólitíkin er eins og að tefla skák þá er niðurstaða Rögnunefndarinnar bara biðleikur.
Enn er þrætuefnið óleyst. Hvar á miðstöð innanlandsflugsins að vera til frambúðar?
Þessa tillögu um flugvöll í Hvassahrauni tekur varla nokkur maður alvarlega, slík fjarstæða sem hún er. Eftir stendur sem áður þessir 2 kostir. A. Reykjavík-Vatnsmýri B. Keflavík-Miðnesheiði
Það er í raun sama hvað flugvallarvinir öskra mikið. Það virðist þverpólitísk sátt ríkja meðal allra borgarstjórnarflokka nema Framsóknar, að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni á næstu árum. Og þá er bara kostur B. eftir. Og það er sá kostur sem alltaf hefur verið sá rökrétti í stöðunni. En einhverra hluta vegna hafa pólitíkusar heykst á að nefna hann af ótta við að styggja hagsmunaaðilana á flugvallarsvæðinu. Ekki bara Flugfélag íslands, heldur Gæsluna og sjúkraflugið og einkaflugið og Flugfélagið Erni svo nokkrir séu nefndir. En það er bara óhjákvæmilegt að einhverjir skaðist þegar stórar kerfisbreytingar eru gerðar. En þær verða ekki léttbærari þótt þeim sé frestað eins og þessi biðleikur Rögnunefndarinnar gerir. Menn geta svosem leikið sína biðleiki en skákin er töpuð. Innanlandsfluginu er best fyrir komið á sama stað og utanlandsfluginu. Það hljóta allir að sjá.
Skýrsla Rögnunefndarinnar ekki lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
Athugasemdir
Það ÞARF ekki endilega að færa flugvöllinn. Það er hinn stóri misslilningur.
Á borgin 50 milljarða til að byggja nýjan flugvöll ? Örugglega ekki , eða á að skera niður meir í þjónustuni, bara til að geta byggt í Vatnsmýrini ? það eru tóm hús um allan bæ, sem fólk getur ekki keypt vegna ónýts húsnæðiskerfis.
Og á svo að byggja meir... Græðgin verður okkur að falli...AFTUR ! Lærðum við ekkert af 2007 vitleysuni.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 01:33
Þú sem áhugamaður um spillingu. Finnst þér ekkert skrítið hvernig stjórnmálamönnum tekst að horfa framhjá vilja landsmanna? Jafnvel vonarstjörnurnar Píratar eru slegnir einkennilegri blindu í málinu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 09:06
Birgir, mér finnst þétting byggðar ekki vera aðalatriðið. Fyrir mér snýst þetta um flugöryggi og hávaðamengun. Persónulega fyndist mér í lagi að hafa 1 flugbraut í Vatnsmýrinni og loka hinum 2. Þessa braut austur/vestur brautina mætti svo lengja til vesturs og gera hana ennþá öruggari. I viðbragðsáætlun Almannavarna eru taldar upp hindranir núverandi þriggja flugbrauta. Þar segir:
Aðflug: Helstu hindranir við völlinn eru: Kársnes í suðri. Öskjuhlíð í austri og byggingar í norðri. Til vesturs er að og brottflug hindrana laust
Elín, Mér finnst almennt að auka eigi íbúalýðræði en þetta mál er svolítið annars eðlis. Þetta snertir fyrst og fremst hagsmuni Reykvíkinga þar sem forsenda fyrir því að færa innanlandsflug frá Reykjavík er að hagsmunir landsbyggðar séu tryggðir. Þeir verða betur settir með færslu alls flugs til Keflavikur. Ég er ekki að tala um embættismennina sem ferðast á okkar kostnað og vilja geta hoppað uppí flugvélina til Ísafjarðar á inniskónum. Ég er að tala um farþega og ferðamenn sem mun þykja mun þægilegra að skipuleggja tengiflug frá Keflavík heldur en Reykjavík. Ef skilin verður eftir austur vestur brautin í Vatnsmýrinni og hún lengd út í Skerjafjörð þá væri þar fyrirtaksaðstaða fyrir litlu flugfæelögin sem fljúga á þá staði sem FÍ er ekki með á áætlun.
Ég kaus í fyrstu íbúakosningunum þar sem samþykkt var að flugvöllurinn færi 2016. Nú er búið að kjósa aftur og önnur niðurstaða fékkst. Eigum við þá bara að kjósa eins oft og þarf þangað til "rétt" niðurstaða fæst? Fulltrúalýðræðið er ekki fullkomið en við þurfum að hafa það og treysta að fulltrúar vinni af heilindum. Á það skortir núna og þess vegna eru þessi átök í gangi. Ég er sannfærður um að fjöldi fólks var ekki að kjósa gegn flugvelli. Þeim var skítsama hvar völlurinn er (enda ferðast skóflupakkið ekki með flugi) Fólk var að lýsa óánægju með stjórnlyndi Dags Eggertssonar og Samfylkingar fyrst og fremst
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.6.2015 kl. 13:13
Þetta mál er ekkert annars eðlis. Þau tala um flugvelli eins og bland í poka. Það er ekki nóg með að þau ætli að ferðast á okkar kostnað heldur ætla þau að leggja nýja flugvelli á okkar kostnað. Aldeilis að óþörfu. Á hvaða lyfjum er þetta fólk?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 13:57
Elín alltaf skalt þú hengja þig á aukaatriðin. Lestu skýrsluna og sérstaklega úttektina á fjárhagslega ábatanum af því að sameina flugrekstur á Reykjavíkurvellinum starfseminni suður á Miðnesheiði. 100 milljarðar er talað um. Eigum við ekki að nota alvöru úttekt þegar þjóðin tekur afstöðu? Hvað vissu menn um þetta mál annað en einhver tilfinningarök manna sem hafa hagsmuna að gæta? En trúir þú að menn séu að hugsa um þjóðarhag eða gæta almannaöryggis íbúa Reykjavíkur þegar menn heimta Status Quo!!
Það væri betra að opna upplýsingaflæði til almennings heldur en magna upp deilur sem engar innistæður eru fyrir. Kalt mat, burtséð frá pólitík er að flytja beri miðstöð innanlandsflug suður í Keflavík. Þetta er niðurstaða Rögnunefndar þótt hún segi það ekki berum orðum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.6.2015 kl. 14:41
Alvöru úttekt? Þau fjölluðu ekkert um Vatnsmýrina. Hún kom út eins og kjáni þessi kona í kvöldfréttunum í gær með þessa pöntuðu niðurstöðu sína. Og síðan hvenær er kostnaður aukaatriði? Er ekki í lagi með þig?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 15:44
Auðvitað skiptir fjárhagslegur ábati öllu máli Elín. En Rögnunefndinni var ekki falið að fjalla um þessa 2 kosti, Vatnsmýrina og Keflavík. Þú hlýtur að skilja það.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.6.2015 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.