Et tu, Stefán Ólafsson?

Þessi barátta mín gegn rangri hugtakanotkun fer nú að verða hálfgerð eyðimerkurganga þegar fræðimaður og prófessor, sem sannanlega veit betur kýs að kalla einokun og fákeppni, sem hér hefur viðgengist í skjóli þrískiptingar helstu markaða, samkeppni.

Innkoma Varðar á þennan markað má í besta falli kalla röskun á fákeppnisstöðu hinna þriggja stóru. Það er engin framtíðarlausn á þessum vanda sem fákeppnin skapar,  að flytja viðskiptin tímabundið eitthvað annað.  Það verður að sníða löggjöfina að þeim aðstæðum sem hér ríkja og setja þessu græðgisliði strangar leikreglur. Ef menn ætla að viðhalda loddaraskapnum áfram með dyggri aðstoð fræðimanna og fjölmiðlafólks þá er ekki eingöngu við löggjafann að sakast.  Þá er vandamálið miklu stærra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband