Stærsta hagsmunamál þjóðarinnar

Bygging nýs spítala er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar á 21. öldinni. Í raun hefur lítið gerst í þessu máli síðustu 16 ár vegna þess að það hefur ekki verið pólitískur einhugur um staðsetninguna. Menn hafa kastað á milli alls konar hugmyndum en sérhagsmunir hafa á endanum alltaf komið í veg fyrir að bezta lausnin yrði fyrir valinu. Núna virðist stærsti hagsmunahópurinn, sem samanstendur af læknum og yfirstjórn spítalans ætla að þrýsta í gegn áformum um að byggja á versta hugsanlega staðnum sem er Hringbrautin.

Og það gera menn undir því yfirskyni að hægt verði að nýta gömlu byggingarnar áfram og nálægðin við HÍ sé forsenda fyrir öflugu háskólasjúkrahúsi án þess að rökstyðja það neitt nánar. Þegar nánar er að gætt þá standast þessi rök ekki skoðun. Gömlu byggingarnar við Hringbraut eru of illa farnar til að þjóna áfram sem öruggt húsnæði fyrir sjúkrahússtarfsemi nema hreinlega að endurbæta þær frá grunni og með því að flytja sjúkrahússtarfsemina úr miðborginni þá léttir á umferðinni sjálfkrafa sem auðvelda svo aftur læknum að stunda jöfnum höndum kennslu og lækningar og rannsóknir.

En þótt byggingar við Hringbraut séu ekki lengur hæfar til sjúkrahússtarfsemi þýðir ekki að þar sé ekki hægt að reka þar aðra starfsemi og verðmæti þeirra mun því halda sér og verðmæti lóðanna stendur alltaf fyrir sínu. Hvort þar verði einhverntíma rekin gistiþjónusta skiptir ekki höfuðmáli.  Fjárfestar munu eflaust sjá þar ýmis tækifæri.  Því gamli landsspítalinn er fallegt og virðulegt hús eins og hann er núna.  Ef haldið verður áfram uppbyggingunni samkvæmt skipulagi þá er búið að eyðileggja aðalbygginguna inni í miðjum steinsteypukumböldum.

Þá komum við að því sem snýr að borginni. Vitað er að öll áform um aðra staðsetningu en við Hringbraut hafa alltaf mætt mestri mótspyrnu hjá borgaryfirvöldum Reykjavíkur. Þau þykjast hafa tryggt loforð frá ríkinu um uppbyggingu sameinaðs Landaspítala við Hringbraut við sameiningu Borgarspítalans og Landsspítalans árið 2000.  Á þessu samkomulagi hafa svo pólitíkusar hangið eins og hundar/tíkur á roði alla tíð síðan.  En afleiðingar þessarar sameiningar hafa ekki mér vitanlega verið metnar.  Hvernig væri til dæmis að láta þessa sameiningu ganga til baka?  Þá væri komin upp gerbreytt staða.  Þá myndu borgaryfirvöld verða að byggja aftur upp Borgarspítalann í Fossvogi sem er bara hið besta mál.  En ríkið gæti í staðinn farið með Landspítalann og byggt hann frá grunni á bezta stað miðað við þróun íbúðabyggðar á suðvesturhorninu og þróun samgangna á landi og lofti. 

Það er einfaldlegar rangt að læknar á Landspítalanum séu mikið að skipta sér af á meðan stefnumótun til framtíðar er ekki fullmótuð.  Hvorki lækningastjórinn né forstjórinn. Vandamálin í rekstri stofnunarinnar eru víst ærin þótt þeir séu ekki líka að skipta sér af staðarvali og byggingartæknivandamálum.  Því þetta eru mennirnir sem báru líka ábyrgðina á því að láta núverandi húsakost grotna niður á sinni vakt.

Að tala um að framkvæmdum muni seinka um 8-10 ár er bull.  Yfirvöld í Garðabæ bjóðast til að setja málið í flýtiframkvæmd og það liggur fyrir að ýmis greiningar og hönnunarvinna sem þegar hefur verið unnin getur vel nýzt þótt staðarvali sé breytt.  Þessvegna er miklu líklegra að framkvæmdir á nýjum stað gangi fljótar fyrir sig á Vífilsstöðum heldur en við Hringbraut.

Forsætisráðherra hefur varpað boltanum til heilbrigðisráðherra með því að birta greinina sína opinberlega fyrir helgi. Það má segja að með því hafi hann hreinlega tekið valdið af samstarfsráðherranum sem er yfir þessum málaflokki.  Það er örugglega þannig og því standa nú öll spjót á Kristjáni Þór sem til þessa hefur kosið að tjá sig ekki.  En allir bíða og ekki síst forstjóri LSH,  því Páll hefur sett starf sitt að veði að Kristján Þór standi með þeim sem ætla hvað sem það kostar að sprengja upp nýja steypukumbalda á alltof lítilli lóð í göngufæri við Háskóla Íslands

Þetta er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar.  Stærra en nokkur einn ráðherra eða embættismaður. Skynjar Kristján Þór það og hjá hverjum mun hann leita ráða.  Víst er að margir bíða í ofvæni eftir niðurstöðu.   Gallinn er bara að þetta þolir enga bið


mbl.is Bið eftir nýjum spítala yrði enn lengri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er ekki þeirrar skoðunar að nýtt hátæknisjúkrahús eigi að sinna öllum sjúklingum. Ég held þvert á móti að slíkt sjúkrahús eigi að leggja aðaláherzlu á æða og hjartasjúkdóma og taugasjúkdóma og krabbamein og sinna rannsóknum á þessum sviðum. Fæðingardeildin og barnaspítalinn gætu allt eins verið áfram á Hringbraut svo og geðdeildin.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.3.2016 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband