23.11.2017 | 22:03
Jóhanna olli vonbrigðum...aftur
Óttalega var nú þessi þáttur á RÚV um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta kvenforsætisráðherra lýðveldisins klénn á allan hátt. Sennilega skrifast samt klúðrið alfarið á þá sem stjórnuðu myndavélinni og klipptu svo efnið saman til flutnings. Ég hefði kosið öðruvísi efnistök þar sem ferli Jóhönnu hefði verið gerð fyllri skil og farið meir í söguleg atriði en færri myndskeið með Hrannari B.
Þessi persónulegu samtöl Jóhönnu og Hrannars hefðu verið ágæt sem ítarefni í sérstaka heimildarmynd um gerð þessara þátta. En eins og þetta var klippt þá átti þetta alls ekki við. Nú mun umræðan ekki snúast um sigra Jóhönnu í pólitíkinni heldur ósigrana og biturleikann eftir svik Árna Páls og þingflokksins á síðustu vikum Jóhönnu sem forsætisráðherra. Og það er ósanngjarnt. Jóhanna á skilið að hennar verði minnst sem baráttukonu og brautryðjanda fyrir jafnrétti og bættum hag lítilmagnans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.