30.11.2017 | 15:28
Kúkurinn í lauginni er..
Ráðherraval Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera mörgum vonbrigði. Fyrst þetta átti að vera tímamótastjórn þá gafst flokknum kjörið tækifæri til að sýna það í verki með því að velja nýtt fólk til að gegna ráðherraembættum. Utanþingsráðherrar í bland við reynslumikla þingmenn hefði gefið Sjálfstæðiflokknum gott veganesti í upphafi þessa samstarfs sem enginn veit hvernig fer. Sérstaklega finnst mörgum slæmt að sjá Sigríði Andersen á þessum lista og í sama ráðuneyti. Það er eins og fuck you merki frá Bjarna Ben framan í fólkið sem sprengdi síðustu ríkisstjórn. En því miður er Sigríður ekki versti ráðherrann á þessum lista. Kúkurinn í lauginni er tvímælalaust Kristján Þór Júlíusson. Maðurinn sem alltaf gengur erinda stórútgerðarinnar jafnt á þingi og utan þess. Það sem áður var gantast með er nú orðið opinbert. Stórútgerðin ræður yfir ráðuneyti sjávarútvegs. Af hverju var ekki bara Þorsteinn Már beðinn um að taka þetta að sér milliliðalaust?
Ráðherrakapallinn opinberaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.