Skoðið bara reikningana!

Hvernig skilgreina kjörnir fulltrúar ábyrgð sína? Er fjallað um vel skilgreinda ábyrgð í siðareglum og eru einhver viðurlög þegar þær reglur eru brotnar?  Um þetta ætti næsti borgarstjórnarfundur að fjalla en ekki karp um endurskoðun á augljósum axarsköftum og klúðri sem meirihluti borgarstjórnar ber einn ábyrgð á.  Eru menn að vona að endurskoðun muni leiða eitthvað annað í ljós en þeir vita nú þegar?  Og ef borgarfulltrúar vita ekki hvað fór úrskeiðis þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína!  það er bara svo einfalt. Þið eruð með reikningana. Skoðið þá!

Og ástæðan fyrir því að menn sumir eru ekki að vinna vinnuna sína er sú hefð sem skapast hefur með meirihlutamyndunum sem ganga þvert á lýræðislegt val fulltrúa. Meirihluti sem oftar en ekki veltur á einum fulltrúa er ekki það sem fólk vill. Fólkið, kjósendurnir eru að kjósa til þess að sínir menn hafi áhrif. Þar af leiðir á að breyta lögunum og afnema formlegt meirihlutaræði í sveitafélögum þar sem fleiri en einn listi er borinn fram. Það er lýðræðslegra að allir fulltrúar beri jafna ábyrgð og hafi jafna aðkomu að öllum málum. Sá meirihluti sem þannig myndast er hinn eini rétti.  En það þarf líka að setja reglur um að kjörnir fulltrúar geti ekki jafnframt orðið borgar- eða bæjarstjórar. Kjörnir fulltrúar eiga að sinna stefnumótun og eftirliti en ekki sinna rekstri eins og nú er gert. Og það þarf að minnka þessa yfirstjórn sem engu skilar nema auknum kostnaði og minni ábyrgð.

En fyrst og síðast komið ykkurr saman um siðareglur og ákveðið hvers konar brot leiði sjálfkrafa til afsagnar. Ekki meiri sandkassaleik og fliss!


mbl.is Segja innri endurskoðun störfum hlaðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband