Einlægni og auðmýkt

Á þessum tímum forherðingar og siðleysis ýmiss konar hefur aldrei verið meiri þörf á þakklæti, einlægni og auðmýkt. Þar er ég ekki að tala um hræsnina í þjóðkirkjunni og hennar talsmönnum heldur alvöru tilfinningar frá fólki sem dags daglega er ekki að trana sér fram í fjölmiðlum. Þess vegna hitti það mig, að horfa og hlusta á þakkarorð Kristjáns Óskarssonar, fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmanns Emmunnar í Vestmannaeyjum.  Honum sendi ég góðar kveðjur og óskir um skjótan bata með þökkum fyrir góða viðkynningu og stuðning á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband