3.1.2019 | 15:52
Lögblinda og siðblinda
Fréttirnar af Helga Hjörvari eru sjokkerandi. Þessi hálfblindi maður sem allir höfðu samúð með reynist eftir allt vera harðsvíraður fjármálasvíðingur og perri. Og þessi maður vildi verða formaður Samfylkingarinnar árið 2016! Með þann feril á bakinu sem Helgi Hjörvar hafði 2016 þá er ekki annað hægt að álykta en maðurinn sé svo staurblindur gagnvart eigin siðgæði að jaðri við siðblindu samkvæmt almennum mælikvarða þess persónuleikarofs. Og þessi maður hefur enn áhrif innan samfylkingarinnar!
En mér kemur þetta samt ekki alveg á óvart. Ég trúi því ekki að fólk í íslenskum stjórnmálaflokkum sé þar, til að láta gott af sér leiða. Það þarf nefnilega ákveðið dass af siðblindu ásamt meðfæddum óheiðarleika og áunninni lygaþörf til að sækjast eftir frama innan hefðbundnu flokkanna.
Aðrir frambjóðendur og bráðabirgðaþingmenn eru svo allir upp til hópa ómerkilegir populistar sem ekkert geta. Allt stjórnmálalíf og stjórnmálamenning er þannig gegnrotið að græðgi og spillingu. Það sem Klausturmálið opinberaði er bara alvanalegur talsmáti forystumanna í öllum flokkum. Kvenna jafnt sem karla og ungliða. Klausturmálið mun ekki draga dilk á eftir sér.
Vaskir menn og konur þurfa að standa upp og taka völdin í eigin hendur undir forystu sósíalista eins og Sólveigar Önnu og Sönnu Magdalenu undir kjörorðinu jöfnuður.
Píratar fengu tækifæri en klúðruðu því. Gefum Sósíalistum séns
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Það er aldeilis ekki verið að skafa utan af því en eitthvað í líkingu við þetta er sú sýn sem æ fleiri hafa á þetta dót þarna við austurvöll og vonandi birtist okkur raunhæfur valkostur gegn núverandi handónýta liði sem gömlu flokkarnir bjóða upp á.
gleðilegt nýtt ár kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 3.1.2019 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.