Binni í Vinnslustöðinni um Kristján Þór

"Alls ekki ber að skilja sem svo að sjávarútvegsráðherra á hverjum tíma skuli vera sammála útgerðarmönnum í einu og öllu, heldur að hann skilji tungutakið í atvinnugreininni og sé einfaldlega viðræðuhæfur. Það er Kristján Þór svo sannarlega og aukin áhersla á loðnuleit hefði ekki átt sér stað án stuðnings hans og frumkvæðis. Það leyfi ég mér að fullyrða"

 

Er eðlilegt að ráðherra skipti sér beint af starfsemi Hafró?  Það fullyrðir Sigurgeir Brynjar og varla lýgur hann því. Og er það hlutverk Hafró að leita að fiski sem fimm útgerðarrisar hafa einkarétt á að nýta?  Hafi ráðherra verið með puttana í þeim ákvörðunum á sama tíma og niðurskurðarhnífnum var veifað yfir höfði forstjórans þá er það ekki í lagi.

Kristján Þór verður að fara úr þessu ráðuneyti strax. Með góðu eða illu. Hans framganga getur ekki samræmst siðareglum ráðherra hverjar svo sem þær eru.


mbl.is Stóð alltaf til að finna leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er of mikil heift og ofstæki í þessum skrifum til að þau geti talist trúverðug. Svona heift verður varla kölluð fram nema viðkomandi hafi verið kokkálaður af þeim sem hann fellur dóm um.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 13:27

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Stefán, ég spurði mína fyrrverandi og hún kannast ekkert við þessar dylgjur þínartongue-out

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.1.2019 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband