Mala domestica

Ég hef hingað til valið að tjá mig ekki um málefni Jóns Baldvins, þótt þau hafi dúkkað upp margendurtekið á síðasta áratug. Ástæðan er einfaldlega sú, að þar er um fjölskylduharmleik að ræða í grunninn, sem almenning varðar í sjálfu sér ekkert um að öðru leyti en því, að Jón og Bryndís eru opinberar persónur og eiga sem slíkar ekkert einkalíf. En það gefur veiku fólki engan rétt til að ráðast að persónum Jóns og Bryndísar í skjóli #me-too byltingarinnar.

Kynferðisafbrot á að kæra, það hefur ekki verið gert og því dæma þessar sögur sig sjálfar. Á rógberum, slúðurberum og öfundarfólki hef ég megna andstyggð og megi það lið hvergi þrífast.

Ef vönd að kyssa velur sá
sem veiku skemmtir geði
Sögumaður setur þá
sjálfan sig að veði

Við þekkjum Árna Þórarins
í Þórberg tókst að ljúga
Var sökin Árna eða hins
sem öllu vildi trúa

Eins og stærstu eikurnar
undan stormi svigna
er forhúð utan umskurnar
einkenni hins lygna

 


mbl.is Jón Baldvin kærir „slúðurbera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er góð vísa hjá þér, Jóhannes. Samdirðu hana sjálfur?

Aztec, 21.2.2019 kl. 12:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir það aztec. En spurningin er móðgun sem ég kýs að svara ekkiembarassedEf ég vitna í aðra þá læt ég þess alltaf getið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2019 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband