Ráðningarsamtöl

Ráðningarviðtal 1

Ráðningarfulltrúinn: Velkomin Salvör Lilja. Okkur var falið að ræða hér við þá umsækjendur um starf hótelstjóra Grand Hótels, sem helst komu til greina. Eins og þú veist þá starfa á hótelum fjöldi af ófaglærðu fólki við alls konar störf. Og þar sem launakostnaður er fastur kostnaður skiptir miklu að halda honum sem lægstum. En á sama tíma þá hafa starfsmenn ýmis réttindi og þar á meðal rétt á veikindadögum. Hvað myndir þú gera til að fækka þessum veikindadögum ef þú yrðir ráðin hótelstjóri?

Salvör Lilja: Það væri náttúrulega best að ráða bara erlent vinnuafl, sem vissi ekkert um íslenska vinnulöggjöf. Útlendingarnir gera engar kröfur og eru ódýrari. Bara passa að fulltrúar Eflingar séu ekkert að þvælast inni á vinnustaðnum. En ef það er ekki kostur þá mundi ég búa til veikindalista og merkja við hvern starfsmann, hvenær og hve oft hann er veikur. Síðan mundi ég hengja listann upp á vegg og hóta fólkinu að það verði hýrudregið ef það tekur sína lögboðnu veikindadaga.  Jamm það er það sem ég mundi gera..

Ráðningarfulltrúinn: Takk fyrir þetta svar Salvör Lilja. Og til hamingju!  Þú ert ráðin

 

Ráðningarviðtal 2

Ráðningarfulltrúinn: Velkomin María Björk. Okkur var falið að ræða hér við þá umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Almenna Leigufélagsins, sem helst komu til greina.  Eins og þú veist þá eru helstu eigendur Almenna Leigufélagsins, fjárfestar sem vilja helst ekki koma fram opinberlega svo þeir ætla að ráða framkvæmdastjóra sem verður ábyrgur gagnvart þeim en á sama tíma verður hann að tryggja frið um starfsemi leigufélagsins. Hvers vegna ættu þeir að ráða þig?

María Björk: Ég er rétta manneskjan í starfið vegna þess að mér finnst leigjendur algerir lúserar. Og það er svigrúm til að hækka leigu. Samkvæmt tekjusögu.is þá eru ráðstöfunartekjur leigjenda of háar. Þessir aumingjar eru meira að segja að fara til útlanda eins og við hin.  Ég mundi hækka leiguna svo enginn hefði efni á að kvarta. Allir mundu þurfa að leggja á sig meiri vinnu og hefðu ekki orku í neitt annað. Ef einhver myndi gera athugasemd og kalla þetta okur þá myndi ég fá Ásgeir Jónsson hjá Auðfræðasetrinu, til að skrifa skýrslu og segja að leigufélögin séu svo illa stödd að það sé meira svona góðverk að standa í þessu. Fjölmiðlamenn eru svo heimskir að þeir gleypa við öllu bara ef einhver doktor í Háskólanum segir það.  

Ráðningarfulltrúinn:  Vá! Þú ert sko örugglega rétti kandidatinn í þetta starf. Djísús kræst! við héldum satt að segja að slíkt viðhorf fyrirfyndist ekki lengur.  En til hamingju.  Þú byrjar svo bara strax í dag. Og þú færð fyrirframgreiddan bónus á morgun.


mbl.is Veikindalisti hafi ekki hangið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband