Afskrift eða gjöf?

Þessi fréttatilkynning varðandi afskriftir á 2600 milljóna láni skúffufyrirtækis Skinneyjar Þinganess lyktar af hálfsannleik. Nú ríður á að blaðamaður með bein í nefinu fylgi málinu eftir.

Hvers vegna þarf að fara nánar ofan í þessa fréttatilkynningu? Jú, málið snýst um einhverja 100% reglu sem er innanhúsákvörðun bankans. En þetta fyrirtæki Nóna fékk lánaða meira en 2600 milljónir hjá Landsbankanum til kaupa á 2 trillum og kvóta. Núna afskrifar bankinn allt sem umfram er 100% eignavirði fyrirtækisins sem er væntanlega annað orð yfir eigið fé fyrirtækisins gegn 10% framlagi frá eigenda. Þetta er þessi regla sem bankinn vísar til sem almennrar og gegnsærrar reglu! En af hverju miðar ekki bankinn við markaðsvirði eignanna. það er kvótans og hraðfiskibátanna og samninganna um byggðakvótann á Djúpavogi? Allt þetta eru þættir í rekstraráætlun útgerðarinnar og öruggt að einhver er tilbúinn að kaupa þetta fyrirtæki Nónu gegn mun lægri afskriftum svo það er ljóst að bankinn er að gefa fé, ekki er um eðlilegar afskriftir að ræða.

Það vantar líka svör við öðrum spurningum um framgöngu bankans. Til dæmis, af hverjum kvótinn var keyptur og það vantar líka svar við hvers virði 2 trillur og 1000 tonna kvóti er.  Ef Skinney Þinganes var seljandi kvótans til Nónu þá er um klárt svikamál að ræða og þá ber að rifta þessum gerningi. Eins þarf Landsbankinn að svara af hverju trillurnar og kvótinn var ekki einfaldlega tekinn og boðinn hæstbjóðanda til kaups eins og gert var þegar trilluútgerðin í Hafnarfirði var seld vestur í Bolungarvík síðasta vetur. Þá var kílóverðið á kvótanum selt á 1700 krónur. Ef Nóna á 1000 tonn þá gerir það 1700 milljónir og því einsýnt að afskriftirnar voru gjöf.

Hafi Skinney Þinganes selt þennan kvóta til Nónu og fengið frá bankanum nokkra milljarða þá þarf að rannsaka þessar afskriftir sem sakamál eða í besta falli ólöglegan gjafagerning.


mbl.is Telja bankann hafa farið að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til upprifjunar þá birti ég bloggfærslu um málið fyrr í haust þar sem ég einmitt gagnrýndi að umræðan fór strax að snúast um Halldór Ásgrímsson og ég fékk bágt fyrir en mér finnst bara meira um vert að upplýsa um myrkraverkin sem framin eru innan bankans heldur en hengja endurskoðanda fyrir bankastjóra, mannorð Halldórs er ónýtt og halda áfram að ræða hans persónu breytir engu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband