Verðleikamisrétti Vinstri grænna

Eftir sigur besta flokksins í Reykjavík í vor, var fyrsta verk þeirra að setja í gang vinnu til að bjarga Orkuveitu Reykjavíkur frá gjaldþroti. Fjórflokknum líkar þetta framtak greinilega ekki. Þeim finnst að sér vegið.  Nú hefur foringi forræðis og afturhaldaflanna á Alþingi ákveðið að enn skuli þjarmað að lýðræðinu með fyrirmælum að ofan. Í stað þess að banna pólitíska kosningu í stjórnir landsvirkjunar og OR þá skal tryggja vanhæfið enn frekar með því að banna fagleg vinnubrögð. Að setja lög um kynferði óháð hæfi er mismunun. Mismunun gáfna og hæfileika. Hér er verið að koma á verðleikamisrétti eins og ég vil kalla það. Hverjir þora að taka slaginn gegn þessum sjálfskipuðu forréttindapostulum sem vilja eyðileggja fyrirtæki eins og landsvirkjun og OR á grundvelli verðleikamisrétti?  Hér er listinn yfir suma:

Flm.: Árni Þór Sigurðsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Eygló Harðardóttir,
Álfheiður Ingadóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Jórunn Einarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Siv Friðleifsdóttir.


mbl.is Ekki verði starfandi stjórnarformaður í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband