Framtíð Ögmundar og flugvallarins í Reykjavík

Vill flugvöllinn áfram í Reykjavík

Vill flugvöllinn áfram í Reykjavík

Miðstöð innanlandsflugs á áfram að vera á Reykjavíkurflugvelli um langa framtíð. Þetta er skoðun nýs samgönguráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem kvaðst á Alþingi í gær vonast til að fá niðurstöðu um smíði samgöngumiðstöðvar á fundi með borgarstjóranum í Reykjavík á fimmtudag.

Mesta hemilinn á skynsamlegri nýtingu borgarlandsins hefur á undanförnum árum verið að finna á Alþingi og í samgönguráðuneytinu. Sturla Böðvarsson á þar stærsta sök en bæði Kristján Möller og núna Ögmundur Jónasson hafa fylgt sömu stefnu. Sem betur fer eiga stjórnmálamenn sér ekki langa lífdaga og því er þessi yfirlýsing Ögmundar núna marklaus eins og fleira sem frá þessum ráðherra kemur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu ráða þessu en hvorki þingmenn né ráðherrar.

Í dag eygjum við raunhæfa möguleika á skynsamlegri stjórnun með sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík, Seltjarnarnes og Álftanes ættu að sameinast með það að takmarki að leysa skipulagsmál varðandi samgöngumál til langrar framtíðar. Kópavogur skiptir minna máli í þessu sambandi þar sem ég sé fyrir mér að lausnin á umferðarvandanum felist í hringtengingu úr Seltjarnarnesi yfir í Álftanes og þaðan suður í Hafnarfjörð með þvertengingu við Kópavog í tengslum við flugvallarstæði á norðanverðu Álftanesi. Þetta gæti verið síðasta tækifærið til að staðsetja flugvöllinn á Álftanesi sem er langbesti kosturinn af þeim mögulegu stöðum sem hafa verið nefndir.  Bessastaðir munu væntanlega ekki verða bústaður forsetans miklu lengur ef ný stjórnarskrá breytir því embætti og friðlýsing nessins má endurskoða! Nú þegar smákóngaveldin hafa fallið öll með tölu hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu er lífs spursmál fyrir framtíðar þróunina að bregðast við með sameiningum áður en smákóngarnir ná að safna vopnum sínum og bregða fæti fyrir almannahagsmuni.

Jón Gnarr hér er verk að vinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband