Ætlar enginn stjórnmálaflokkur að endurskoða EES samninginn?

EES samningnum var þröngvað upp á þjóðina í pólitískum hrossakaupum fyrir 25 árum. Afleiðingar þessa samnings er þjóðfélag í rústum. Það sem átti helst að verða til bóta s.s tollalækkanir hafa ekki komið íslenskum almenningi eða fyrirtækjum til góða. Í stað þess að byggja hér upp fiskréttaverksmiðjur og hágæða frystihús sem framleiddu beint í neytendapakkningar þá hefur vinnslan í vaxandi mæli flutzt úr landi og nú er svo komið að eiginleg fiskvinnsla er að leggjast af. Þetta gerist vegna þess að vinnuafl er ódýrara erlendis og kvótinn er kominn í hendur stórútgerða sem hafa engar rætur í sjávarbyggðunum og engar skyldur við sitt nærsamfélag. Það er mín skoðun að til þess að byggja þetta þjóðfélag upp aftur á okkar forsendum þá þarf að segja upp EES samningnum og hætta strax þessum fáránlegu aðildarviðræðum. Hér þarf að koma til ný hugsun, Við þurfum að hætta þessu skuldasukki og lánafylleríi. Og við þurfum að skipta þjóðarkökunni réttlátlega. Þar eru lífeyrismálin stærsta atriðið. Þetta ríki í ríkinu þarf að brjóta á bak aftur og koma böndum á. Skrúðkrimmar í sparifötum eiga ekki að valsa um lífeyrissjóðina í valdapólitík. Annað stórt hagsmunamál þjóðarinnar er starfsemi álrisanna hér. Það er hættulegt hverri þjóð ef einkafyrirtæki eru með stærri efnahag en ríkið sem það starfar í. Þessa dýru lexíu áttum við að læra af varðandi bankana sem drógu ríkissjóð í gjaldþrot, Þess vegna þarf helst að koma Alcoa og Century Aluminum úr landi eða að láta þau greiða sannvirði fyrir orkuna. Þetta raforkuverð sem hefur nýlega verið upplýst um, er hlægilegt.  Álverið í Straumsvík er allt annars eðlis, það hefur vaxið með þjóðinni og alltaf reynt að starfa í sátt við sitt samfélag. Það ógnar ekki þjóðhagslegum stöðugleika eins og hin 2.  Við erum bara 300 þúsund. Það virðist alltaf gleymast í þessari upphöfnu sjálfsblekkingu sem þjóðmálaumræðan er í. Hér þarf skynsamt fólk að taka sig saman og bjóða fram krafta sína til að koma þjóðarskútunni aftur á flot. Þessi svokallaða vinstri stjórn er að fremja hara kiri á þjóðarlíkamanum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband