Uppstokkun lífeyrissjóðakerfisins strax!

ags
Ég vil að lífeyrissjóðakerfið verði leyst upp og eignir þess færðar undir ríkissjóð og notaðar til að lækka skuldir ríkissjóðs. Öll áunnin réttindi yrðu jöfnuð til samræmis við lágmarksframfærslu einstakling eins og hún er samkvæmt viðurkenndum staðli hverju sinni og greidd til lífeyrisþega í gegnum Tryggingastofnun. Ekkert ógnar fjárhag íslenska ríkisins jafn mikið og þessar lífeyrirskuldbindingar sem vaxa í öfugu hlutfalli við framtíðargjaldhæfi. Mismununin í kerfunum 2 er líka óásættanleg, sama hvaða mælikvarði er notaður. Við eigum að vinna gegn mismunun og misskiptingu og ójöfnuði og óbreytt lífeyrissjóðskerfi er þar stór orsakaþáttur fyrir utan þau óeðlilegu völd sem stjórnendur sjóðanna hafa tekið sér. Þeir eru ekki kjörnir til þess af almenningi heldur í gegnum spilltar klíkur. Að ríkið skuli skulda 1.5 landsframleiðslu er óásættanlegt. Þessar skuldir ógna sjálfstæði þjóðarinnar eins og sést á ráðleysi þeirra stjórnmálamanna sem vilja gefa upp fullveldi þjóðarinnar gegn efnahagslegu skjóli stórveldisins ESB. Það er eftir ýmsu að slægjast fyrir ESB og ESB mun nota efnahagslegar þvinganir til að ná settu marki. Yfirskuldsettri þjóð er erfitt að veita viðnám. Við getum í dag sagt upp samstarfinu við AGS og endurgreitt mest af þeim lánum sem hafa verið tekin. 540 milljarðar eru til upp í þá skuld nú þegar. Svo eiga lífeyrissjóðirnir 700 milljarða í erlendum eignum sem hægt er að nota til skuldajöfnunar svo það er ljóst að núna strax er hægt að minnka erlendar skuldir niður fyrir 50% af landsframleiðslu. Ofurlaunaeftirlaunaþegarnir verða kannski súrir en WHO Cares?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og auðvitað ábyrgist ekki ríkið icesave skuldina. Það samþykkjum við aldrei sem þjóð og við munum krefjast þjóðaratkvæðis ef ríkisstjórninni tekst að þvinga fram samþykki þingsins.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband