Kínverjar með fótinn í gættinni.

Ég er ekki á móti fríverslunarsamningnum við Kínverja, en ég treysti ekki stjórnmálamönnum til að passa upp á pólitískt sjálfstæði Íslands gagnvart yfirgangi erlendis frá í formi fjárfestinga hér á landi.  Og sérstaklega reisi ég varúðarmerki við, að þetta skuli vera gert undir forystu Samfylkingarinnar og þá  Össurar Skarphéðinssonar.  Samfylkingin hefur sýnt að hún svífst einskis við örvæntingarfullar tilraunir til að örva hagvöxt.  Skiptir þá engu hver fórnarkostnaðurinn er.  Við þekkjum tilraunir Huangs Nubo til að kaupa 0.3 % af Íslandi með beinni aðkomu og á ábyrgð helstu framámanna í Samfylkingunni.  Þeirri atlögu tókst að hrinda en hvað gerist núna?  Munu stjórnvöld í Kína auka þrýstinginn hér á landi með því að auka vægi viðskipta við Kína í kjölfar þessara samninga? Jafnvel opna á innflutning kínverskra fjárfesta.  Það verður hausverkur næstu ríkisstjórnar.  Þá skiptir mestu að húsráðendur haldi fast á móti þeim fæti sem nú þrýstir á, að allt verði hér galopnað fyrir kínverskum peningum.  Lyddan Össur mundi ekki standast þann þrýsting.
mbl.is Jóhanna á Torgi hins himneska friðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband