Ómerkilegasta PR-stunt allra tíma

Af gefnu tilefni eru mál Huangs Nubo aftur komin í umræðuna.  Þá er ekki úr vegi að rifja upp hvernig þessi Kínverji var markaðssettur hér af Hjörleifi Ingibjargarmögur og sveitarstjóranum þáverandi,  í Þingeyjarsveit, Hafnarfjarðarkratanum Tryggva Harðarsyni. En þá fóru allt einu upp úr þurru að birtast í blöðum fréttir af Hjörleifi að kynna Ísland fyrir þessum ljóðelskanda kínverska skólabróður hans og Tryggva Harðarsonar.  Little did we know then!   Nú liggur auðvitað ljóst fyrir hver ætlunin var allan tímann.  Þetta fólk vissi að það myndi mæta mikilli mótspyrnu meðal íslendinga ef áform Kínverjans um að eignast hér land næðu fram að ganga.  Tryggvi var sveitarstjóri á þessum tíma og hann vissi að Grímsstaðir voru til sölu.  Auðvitað kom hugmyndin upphaflega frá Tryggva.  Bíltúrinn norður í boði utanríkisráðuneytisins(Ingibjörg var ráðherra þá) var bara að skoða þetta landsvæði.  Allur spuninn um hinn rómantíska námsmann sem hafði eignast íslenska lopapeysu að gjöf fyrir margt löngu og heillast þannig af litlu eyjunni í norðri var bara liður í pr-stunti þessara félaga. OG AUÐVITAÐ GLEYPTU FJÖLMIÐLAR VIÐ ÞESSU.  ÞAÐ DATT ENGUM Í HUG AÐ SPYRJA SPURNINGA EÐA GERA SJÁLFSTÆÐAR RANNSÓKNIR Á SANNLEIKANUM BAKVIÐ ÞESSA SÖGU.  Og stuntið var svo vel útfært að menn voru meira að segja tilbúnir með skýringar á skyndilegu ríkidæmi þessa fyrrverandi embættismanns kínverska ríkisins.  Peningar voru jú peningar og dónaskapur að efast um upprunann.  Alla vega gekk Össur í málið af fullum þunga undir nafninu Katrín Júlíusdóttir.  Það alias hefur hann notað allt frá því að hann arfleiddi þessa stöllu sína að sætinu í iðnaðarnefnd þegar hann sjálfur settist í ráðherrastól í hrunstjórninni eins og allir ættu að muna en margir kusu að gleyma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband