Síldarvinnslan kosti jarðgöngin fyrir austan

Eigendur Síldarvinnslunnar, Samherji og Gjögur, hafa undanfarin 20 ár, arðrænt samfélagið á Austfjörðum og stolið undan tugum milljarða í formi arðgreiðslna útúr Síldarvinnslunni.  Nú er mál að linni og þessir aðilar skili ránsfengnum til baka.  Og þörfin er mikil fyrir austan.  Samgöngur eru í miklum ólestri og það er brýnt að fara í jarðgangagerð núna strax.  Þess vegna skora ég á alla austfirðinga að standa nú með sjálfum sér og krefjast þess að Síldarvinnslan skili arðinum til samfélagsins en leyfi ekki eigendum samherja að fara með hann útúr fjórðungnum til fjárfestinga annars staðar.  Samherja munar ekkert um að greiða fyrir bæði Norðfjarðargöng og göng undir Fjarðarheiði.  Þeir eru að selja Afríkuútgerðina og hagnast við það um 20 milljarða.  En skildu ekki peningarnir sem fóru í kaupin á Sjólaskipum hér forðum, einmitt hafa komið að mestu vegna velgengni Síldarvinnslunnar?   Velgengni vegna þess að Síldarvinnslan hefur aldrei þurft að borga markaðsverð fyrir hráefni sitt.  Bara vegna þeirra samkeppnisbrota hefur fyrirtækið hagnast um milljarða.  Þess vegna er krafan um að þessir hrægammar skili einhverju til baka bæði eðlileg og sanngjörn.  Þeir skulda okkur það og meira til og ef þeir eiga milljarða til kaupa á Bergi-Huginn, þá geta þeir farið í þessar jarðgangnaframkvæmdir í staðinn.  Það kemur þeim líka til góða í meiri goodvill.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband