Fréttastofa RÚV hatar Ólaf Ragnar

Fréttastofan þarf að fara í endurhæfingu.  Einu sinni voru efnistök og fréttamat hlutlæg en ekki lengur. Fréttamenn RÚV gera ekki lengur greinamun á persónulegum skoðunum og hlutlægum fréttaflutningi og oftar en ekki litar gremja þeirra og óánægja með pólitískt ástand þær fréttir sem þeir svo flytja þjóðinni. Nýjasta dæmið var viðtal Arnars Páls Haukssonar við Þorstein Pálsson, í Speglinum áðan.  Og hvert skyldi efnið hafa verið? Var verið að tala við Þorstein vegna starfa hans sem stjórnarformanns MP Banka?  Nei það var verið að leyfa honum að fabúlera um forsetann og stjórnarskrána og hans túlkun, Þorsteins, á brotum forsetans á stjórnarskránni og hvernig Ólafur hafi í embættistíð sinni fótum troðið þingræðið! Hvorki meira né minna!  Nú vill svo til að þetta er algerlega ný túlkun á stjórnarskránni og það hvað Þorsteinn telur að sé formlega rétt, er bara hans eigin túlkun.  Í stjórnarskránni eru engin fyrirmæli um hvernig forsetinn eigi að bera sig að við synjun laga. Og þessi túlkun Þorsteins, að ef forsetinn segi eitthvað í útlöndum sem ekki sé í samræmi við skoðanir sitjandi utanríkisráðherra, þá eigi ríkisstjórnin að gera um það bókun í ríkisráði og bera fram kvörtun við þau erlendu ríki sem í hlut kunna að eiga.  Come On Þorstein!  Fyrr má nú hata Ólaf Ragnar en hrynja svona málefnafátækur ofan af sjálfgerða kögunarhólnum. 

Og talandi um þingræðið og það hvernig síðasta ríkisstjórn og fréttastofa RÚV, sakaði Ólaf ítrekað um að ráðast gegn þingræðinu þegar hann synjaði icesavelögunum staðfestingar eins og frægt varð í beinni útsendingu þar sem Jóhann Hauksson varð sér og RÚV til ævarandi skammar. Enn á ný taka hatursmenn Ólafs upp þessa umræðu.  Nú í sambandi við útkomu tveggja skáldsagna fyrrverandi ráðherra í icesavesvikastjórninni. 

Það þarf að útskýra það fyrir mér hvernig heimild sem ótvírætt er í stjórnarskránni um synjunarvald forsetans getur verið aðför að þingræðinu?  Kjörnir þingmenn fá umboð sitt frá þjóðinni og þegar þjóðin ákveður að taka þetta umboð tímabundið til baka og úrskurða í máli þar sem þingið fer gegn þjóðinni, þá er það dæmi um góða stjórnskipun og þroskað lýðræði en ekki veika stjórnskipun eins og Þorsteinn Pálsson hélt fram og Arnar Páll Hauksson tók svo greinilega undir.  Forsetinn hefur ekki enn synjað lögum staðfestingar að eigin frumkvæði.  Hann hefur í öll þrjú skiptin farið að óskum mikils fjölda kjósenda sem hafa skrifað undir áskoranir þess efnis!

Hver skyldi hafa ótvíræðara umboð, Forseti Íslands sem er kjörinn í beinum kosningum af meirihluta gildra atkvæða eða til dæmis þingmaður úr fámennasta kjördæminu sem hefur á bak við sig 2-3 þúsund atkvæði, en atvikin haga þannig að þessi þingmaður verður utanríkisráðherra. Á þá persónuleg skoðun þessa þingmanns að vega meir en skoðun sem Forsetinn lætur í ljós í nafni embættis síns?  Mér finnst það alls ekki.

Og hver segir að forsetinn geti ekki afturkallað umboð sitt um framsal valds til ráðherra ef honum svo sýnist?  Það stendur ekkert um það í stjórnarskránni að hann geti ekki sjálfur farið með vald sitt.  Það stendur bara að hann feli ráðherrum vald sitt og sé við það ábyrgðarlaus af framkvæmd ráðherranna.  Þannig er hægt að túlka stjórnarskrána en ekki bara á þann þrönga hátt sem viðgengist hefur.  Kannski hræðast menn hvert það getur leitt og vilja ekki opna þá Pandóru öskju sem von er.

En Þorsteinn Pálsson er ekki rétti maðurinn til að túlka stjórnarskrána.  Hann skeit svo rækilega í nytina sína í þessu viðtali að hann á sér ekki viðreisnar von.

Og fréttastofan þarf sárlega á endurhæfingu að halda.  Í dag er hún allt annað en hlutlæg. Í raun mætti halda að Fréttastofan undir stjórn Óðins Jónssonar sé pólitískur miðill Vinstri Grænna frekar en nokkuð annað. Áhrif Björgu Evu svífa enn þar yfir vötnum eins og margir hafa skynjað og haft orð á undanfarin ár. Því þarf Vigga Hauks að breytaDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég hlustaði líka á þorstein og var sammála honum. þú þarft að athuga það að órg var kosin forseti með minna en 50% atkvæðum. kannski töluvert minna. flestir eru búnir að fá upp í kok af manninum

Rafn Guðmundsson, 5.11.2013 kl. 19:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er enginn aðdáandi Ólafs Ragnars en mér finnst þetta persónulega hatur sem ákveðin öfl í þjóðfélaginu sýna honum bæði ljóst og leynt vera viðkomandi aðilum til skammar. Og svo þegar stærsta fréttastofa landsins sem ég er neyddur til að styrkja fjárhagslega, ljær þessum röddum vængi og ýtir jafnvel undir vanþóknunina þá er mál að linni.  Lygin og óhróðurinn verður ekkert sannari þótt RÚV eigi í hlut.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2013 kl. 20:06

3 identicon

Ég átta mig ekki á fjölmiðli hvers stjórnarmaður fabúlerar um þöggunarprinsipp. Hvurslags eiginlega absúrd leikhús er þessi þöggunarmiðstöð eiginlega?

http://eirikurjonsson.is/primadonnur-haeda-latinn-mann/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband