Enginn metnaður, engin framtíðarsýn, ekkert

Jamm, ég er að tala um RÚV. Ráðning síðasta dagskrárstjóra virðist hafa verið vanhugsuð.  Enda maðurinn uppalinn á Stöð 2 og þekkir ekkert nema ódýra afþreyingu.

En...hvað er þetta með Þórhall Gunnarsson!  Ætlar hann aldrei að hætta?  Er ekki maðurinn framleiðslustjóri hjá Saga Film?  Hvernig fer það saman við að stjórna þætti hjá RÚV nema að Saga Film sé framleiðandi og Þórhallur sé að misnota aðstöðu sína hjá RÚV sér sjálfum til framdráttar.  Alla vegana er skítalykt af öllu því sem þessi nýji dagskrárstjóri hefur bryddað uppá. Eina áhugaverða innlenda efnið sem framleitt er á Íslandi í dag er sýnt á N4 en ekki RÚV eða Stöð 2, sem segir okkur allt um metnaðarleysi risanna.


mbl.is Gagnrýndi nýjan þátt á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband