Sigurður Ingi og sjóræningjarnir

Athygli vakti í liðinni viku að færeyska makrílveiðiskipið Næraberg fékk heldur kuldalegar móttökur hjá íslenzkum yfirvöldum, þegar það leitaði hér hafnar vegna bilunar í aðalvél. Ætla má að tilskipunin hafi komið úr ráðuneytinu og þá frá mönnum með takmarkaða lögfræðiþekkingu og enn minni söguþekkingu.

Því lögin sem ráðherrann vísaði í voru sett til höfuðs þeim útgerðum sem stunduðu "sjóræningjaveiðar" á djúpkarfa suður á Reykjaneshrygg.  En í dag eru það Íslendingar sjálfir, sem stunda sjóræningjaveiðar úr makrílstofninum. Þar sem Sigurður Ingi klúðraði samningsviðræðum eins og frægt er með því að halda til streytu hagsmunum tveggja útgerða sem ætluðu að veiða í Grænlensku lögsögunni.

Þess vegna er skondið að heyra ráðherrann tala svona digurbarkalega um að fylgja lögum og reglu gagnvart færeyska fjölveiðiskipinu Nærabergi, þegar staðreyndin er sú að íslenzku skipin eru hinir eiginlegu lögbrjótar og ættu enga þjónustu að fá í íslenzkum höfnum á meðan Íslendingar eru ekki aðilar að makrílskiptasamningi Norðmanna og ESB. Við getum ekki hagað okkur eins og sjóræningjar þótt í eigin lögsögu séum á meðan við tökum þátt í fiskveiðisamstarfi á Norður-Atlantshafi á öllum öðrum flökkustofnum nema makríl.

Svona er hægt að snúa hlutunum á hvolf þegar menn þurfa að réttlæta eigin rangindi. Og menn komast upp með það því fjölmiðlunin snýst ekki um að upplýsa.  Hún snýst um eitthvað allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband