SÁÁ ætti að gerast trúfélag

Trúfélög eiga lagalegan rétt á ríkisaðstoð.  Og hugmyndafræði SÁÁ svipar um margt til hugmyndafræði ofsatrúarsamtaka. Sama þótt alkóhólismi hafi verið skilgreindur sem sjúkdómur þá er hann ekki sjúkdómur. Allir geta hætt að drekka.  það þarf ekki samtök áhugamanna um áfengisdrykkju til að hjálpa fólki til að hætta að drekka.

Því það er vel hægt að halda því fram að sjúkdómsvæðing hugtaksins alkóhólismi, hafi aukið við vanda og kostnað þjóðfélagsins vegna alkóhólisma í stað þess að draga úr honum.

Ef við leyfum okkur að hugsa út fyrir kassann og skilgreina alkóhólisma sem ofnæmi, hvað myndi það þíða?  Í fyrsta lagi væri hægt að leggja niður sjúkrahúsið á Vogi og hætta að dæla peningum í forvarnastarf SÁÁ. Í öðru lagi , ef greindir alkóhólistar vissu að alkóhól virkaði eins og eitur á þá, væri það skilvirkari leið til að koma í veg fyrir áfengisneyzlu heldur en núverandi aðferð sem beinlínis tekur ábyrgðina frá neytandanum og færir hana yfir á samfélagið.  Og í þriðja lagi geta læknavísindin snúið sér einhverju þarfara en að reyna að útskýra alkóhólisma sem sjúkdóm

Þegar menn fá ofnæmi virka sum efni eins og eitur og valda ofnæmisviðbrögðum. Á aðra hefur sama efni engin áhrif. Er þetta ekki skynsamlegri skýring á alkóhólisma en sú sem almennt er unnið eftir? Ég mundi halda það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir neðan slóð í grein í "Der Spiegel". "Debatte über Alkoholsucht: Eine Frage des Willens?

Þar er m.a. vakin athygli á hugmyndum læknis í New York, William Duncan Silkworth (1873-1951),sem líkir alkóhólismus við ofnæmi, "allergie", og því sjúkdóm.

http://www.spiegel.de/gesundheit/diagnose/alkoholsucht-ist-eine-folge-von-willensschwaeche-a-812580.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 18:46

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Takk fyrir þetta Haukur. Ekki viss um að menntaskólaþýzkan ráði við svonaq fræðimál... Ég hef sjálfur farið í gegnum meðferðarprógrammið hjá SÁÁ og tel mig hafa jafn mikla þekkingu og hver annar til að gagnrýna þessa meðvirkni heilbrigðiskerfisins gagnvart því að viðurkenna starfsemi SÁÁ en fordæma það sem þeir skilgreina sem kukl. Það sem SÁÁ er að gera byggir á blekkingum og heilaþvætti. Þórarinn veit að alkóhólismi er ekki klínískur sjúkdómur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2014 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband