Úrhrökin eru líka fólk!

Skilyrt ábyrgð er engin ábyrgð. Árni segist axla ábyrgð, en með þeim fyrirvara að hann hafi ekkert gert rangt. Samt sér hann ástæðu til að afsala sér nýjasta bitlingnum sem "FLokkurinn" útvegaði honum.

Til að fyrirbyggja ákæru frá hugsanalöggunni úr VG, þá tek ég fram, að notkun orðsins úrhrak er ekki á neinn hátt notuð hér í niðrandi merkingu.  Heldur einungis verið að vísa til þess, að téður sjálfstæðismaður, Árni Sigfússon hefur á starfsferli sínum verið hrakinn úr hverju starfinu á fætur öðru.  Fyrst var hann hrakinn úr oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Borginni vegna lélegs kosningaárangurs.  Þá fékk hann starf sem oddviti og bæjarstjóri í Reykjanesbæ.  Þeim ferli lauk svo með ósköpum.  Því nærri lá að hann setti það bæjarfélag í gjaldþrot með gáleysislegri meðferð almannafjár. En þessi ferill Árna stöðvaði ekki Bjarna Benediktsson í að fela þessum skjólstæðingi flokksins starf, sem fólst í smá einkavinavæðingu rafrænna skilríkja. Og til að bæta um betur var Ragnheiður Elín ekki heldur vandlát á val í úthlutunarnefnd Orkusjóðs. En nú hafa illar tungur hrakið hann úr þeirri nefnd og fokið í sum skjól í bili.  En ekki örvinglast Árni,  það koma alltaf nýjar nefndir og ný tækifæri svo lengi sem flokkurinn hefur einhver völd!


mbl.is „Ég mun axla ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, þess vegna þarf að losna við þessa ríkisstjórn og reyndar allan fjórflokkinn eins og hann leggur sig.

Þetta er nefnilega ekki að axla ábyrgð, því gjörðin er komin á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2016 kl. 20:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Ásthildur.  Við verðum að setja traust á Pírata, að þeir siðvæði stjórnsýsluna eftir næstu kosningar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2016 kl. 20:58

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ekki gleyma að úr borgarstjórastólnum fór hann til Tæknivals,kom því fljótlega svo gott sem í þrot, þá til Keflavíkru, og þegar frægur (af endemum) frændi hans Nonsens kom úr grjótinu þar Vestra, reyndar er hann sá eini sem hefur tekið í bókstaflegri meiningu grjótið með sér, kaupir téður Árni af honum grjótið og bætir því við allt hitt grjótið sem er á Reykjanesi en eins og þú segir þá er aldrei að vita hvar vantar "réttann mann" í að gera "mistök", bróðir Árna er yfirmaður einhvers safns þar syðra eftir að sá "hraktist" úr forstjóra stól Sjóvá eftir að hafa þurkað bótasjóðinn þar í þágu "eigenda"... og ætli Þorsteinn Ingi bróðir þeirra eigi ekki eftir að hrekjast úr þessari stöðu hjá Nýsköpunarsjóði... sannkallaðir "hrakningabræður".

Sverrir Einarsson, 8.3.2016 kl. 21:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhannes, ég ætla að veita Dögun mitt atkvæði, þar er verið að vinna mjög metnaðarfullt starf með opnum borgarafundum um þjóðþrifamál, svo sem samfélagsbanka, Tisamálið, stjórnarskrána og málefni eldri borgara, heilbrigðismálin og fiskveiðikerfið.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2016 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband