Heimska eða hugsunarleysi?

Menningarráðherra Bretlands segir að dagblöðum og tónlistariðnaðinum stafi ógn af viðbótum fyrir vefvafra sem fela auglýsingar og kallar fyrirtæki sem búa þau til „verndargjaldsbraskara“. Hann hyggst hefja viðræður við hagsmunaaðila til að taka á vandanum.

Það er greinilegt á þessum ummælum, að Bretar eiga enga sér enga stjórnarskrá og þeim eru mannréttindi lýðsins lítt að skapi. En við megum líka alveg eiga von á svona skoðunum hjá íslenskum ráðherrum sem sjá ógnanir allsstaðar í stað tækifæra. Fyrir það fyrsta þá er auglýsingaiðnaðurinn ófreskja sem herjar á saklausa neytendur með mjög svo aggressivum hætti. Auglýsendur eru löngu hættir að vekja athygli á vörum sínum.  Núna hóta þeir neytendum. "Kauptu þetta,kauptu hitt" , annars taparðu góurinn. Það að fyrirtæki kaupi þessa þjónustu þýðir ekki að enginn myndi eiga viðskipti annars. Til hvers eru til dæmis ríkisstofnanir að kaupa sér rándýrar auglýsingar?

Netöryggi er mér mikið alvöru og hjartans mál. Og ég stend vörð um mitt netöryggi með því að nota viðbætur sem loka á þessar hvimleiðu auglýsingar.  Og ekki bara það, heldur slekk ég líka á scriptum og segi mínum vafra að senda aldrei tracking upplýsingar frá minni IP tölu. Það getur því alls ekki talist vera ógn fyrir auglýsingakaupendur þótt menn noti þau verkfæri sem tiltæk eru til að verjast þessari innrás í einkalíf sitt, þegar það er gert af öryggisástæðum.

Miklu nær væri að setja reglur sem tryggja netöryggi og þar er ég sérstaklega með símana og öppin í huga. Öppin eru hættulegust.  Þau eru nefnilega að gera það sem spyware og vírusar gerðu áður fyrr.  En samt er enginn sem hefur áhyggjur af því!


mbl.is Deilir hart á auglýsingasíur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband