Panamaskjölin verði kosningamál

wintrisSamtrygging flokkakerfisins kom í veg fyrir að Panamaskjölin og afhjúpun skattaundanskota yrðu aðal kosningamálið í fyrra. Samt sprakk ríkisstjórn auðmannanna Sigmundar og Bjarna Ben, beinlínis vegna þeirra! Þessa samtryggingu verður að rjúfa. Þótt það kosti eftirmála þegar kemur að myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Við þurfum ekki að tala um frítekjumörk, svelt heilbrigðiskerfi eða skóla og samgöngumál. Þau mál verða leyst. Hver sem stjórnar. 

Núna þarf hins vegar að aflétta leyndarhyggju, sora og spillingu í stjórnkerfinu og flokkakerfinu. Það verður að vera númer 1, 2 og 3.  Skyggnumst bak við tjöldin og krefjumst svara. Hver vissi hvað, hver tók ákvarðanir og hverjir græddu á þeim skipulögðu glæpaverkum, sem skattasniðganga raunverulega er.  Við vitum að Sigmundur græddi og Bjarni reyndi að koma í veg fyrir að ríkisskattstjóri fengi afhent rannsóknargögn. Og við vitum að Bjarni Ben átti tugi milljóna sem hann bjargaði frá glötun með Vafningsgerningnum fræga. En síðan hvarf slóðin.  Bjarni á í dag engar eignir ekkert! Hvar eru eignir Bjarna vistaðar. Landsmenn eiga heimtingu á að vita hvers konar undanskot eigna forsætisráðherra landsins ástundar.

Það þarf að tala um Wintris og Panamaskjölin og hverjir nýttu sér skattalegt hagræði af eignum í aflandsfélögum.  Það þarf líka að tala um hverjir haldi núna um eignarhlut Bjarna Ben í Engeyjarauðnum.   Er það mamma hans eða konan hans eða börnin eða gæludýrin? Og tölum líka um Vafningsmálið. Þegar þessi umræða hefur farið fram með þátttöku allra frambjóðenda í kosningunum núna , þá getum við gengið til kosninga og útilokað bæði Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð frá því að ögra siðferðiskennd landsmanna um ókomin ár.


mbl.is Ofgreiddi skatta vegna Wintris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já kembdu hvert einasta skot,þessir menn Bjarni og Sigmundur hafa best þjónað Íslandi og hafa engu stungið undan,agalegt fyrir elitu ESB að geta aldrei unnið kosningar hér bara hanga á horriminni með tilbúnum hönnuðum undanskots lygum,sem þeir virðast kunna. það er ekki hægt að elta uppi bankaþjófana á harðahlaupum með allt klink bankanna frá hruni.  

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2017 kl. 14:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sumum líður bara bísna vel í lyginni Helga.  En þar sem ég vil gera ráð fyrir að þú sért ekki illa gerð að upplagi þá flokka ég þetta viðhorf sem tvöfalt siðgæði. Þú semsagt setur upp vogarskál réttlætis annarsvegar og lyga og blekkinga hinsvegar og síðan kemurðu með alls konar réttlætingar og leggur á vogarskál lyga og blekkinga uns lygi verður að sannleik og sannleikur að lygi. Ég vona bara að þér líði vel.  Það hlýtur að skipta mestu máli í lok hvers dags.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2017 kl. 14:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvert var skattalegt hagræði Wintris?

Eru aflandsfélög ólögleg?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2017 kl. 19:11

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú verð ég að hringja í Jón Steinar og láta hann vita, að einhver fáviti hafi hakkað bloggið hans á mbl.undecided

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2017 kl. 23:01

5 identicon

Endilega að velta við hverjum steini. 

Það er að vísu búið að velta flestum þessum steinum sem þú nefnir en hvað með alla hina?

Gjafagjörningar fyrstu íslensku vinstristjórnarinnar til erlendra kröfuhafa, hver fékk hvað og hvers vegna?

Leyniherbergi og Vigdísarskýrsla (þarf skýrslan sú  ekki að komast undan stólnum?)

Hversvegna fékk kísilverið á Bakka að njóta skattalegs hagræðis hjá Steingrími og Jóhönnu, voru þau ekki á móti skattaskjólum?

Hvers vegna gerðu þau og allir vinstrimennirnir ekkert varðandi lög um upreist æru barnaníðinga?

Hússjóður Samfylkingarinnar, hvar er hann? Vistaður, á aflandseyju?

Hvaða ástæður voru fyrir því að Samf. og V.G vildu ekki grípa til varna fyrir þjóðina vegna icesave, voru þau undir hótunum frá ESB eða bara svona vitlaus?

Í hvaða hendur er ríkisfjölmiðillinn kominn?  Hvernig má það vera og refsilaust með öllu að hann sé notaður til að koma réttkjörnum forsætisráðherra frá völdum með falsfréttum?

Getur verið að hluti ástæðunnar sé hve margir fréttamenn þar eru meðlimir í samtökum rannsóknarblaðamanna sem er haldið uppi af Soros nokkrum, ofurfjárfesti sem geri sér leik að því að fella ríkisstjórnir ef það hentar hans hagsmunum og notar til þess nytsama sakleysingja og ríkisfjölmiðil upp á Íslandi.  Þetta þarf auðvitað að rannsaka. 

Sammála þér með það að margt þarf að skoða. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2017 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband