Ásdís Halla drepur barn

Og ef þetta með Bjarna væri nú ekki nóg á einum degi þá var í fréttum annað mál tengt Sjálfstæðisflokknum en það var dómsmálið yfir Ásdísi Höllu sem eiganda Sinnum, (einkavæðingarfyrirtækis í heilbrigðiskerfinu) fyrir að hafa með gáleysi orðið fötluðu barni að bana.  Barni sem var skjólstæðingur Ásdísar Höllu og sem hún hafði fengið greitt fyrir frá Sjúkratryggingum Íslands að gæta

Móður Ellu Dísar dæmdar bætur vegna gáleysis stjórnenda Sinnum

Ef þetta er ekki tilefni til endurskoðunar á framgöngu Steingríms Ara og áhrifamanna úr sjálfstæðisflokknum í dulinni einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, þá veit ég ekki hvenær sú opinbera rannsókn ætti að fara fram.  Sjá ennfremur orð landlæknis um stórfellda aukningu á heimsóknum til einkalækna í stað heilsugæsla. Þessi fjáraustur úr Sjúkratryggingum Íslands er ekkert annað en aðför að heilbrigðiskerfinu að mati landlæknis.

P.S  Morgunblaðið lætur ekki hanka sig á tilraun til þöggunar í þessu máli. Þeirra umfjöllun er hér   en svona sólarhring seinna en hjá Vísi og mjög í skugga Glitnisviðskipta forsætisráðherra flokksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband